Sífellt fleiri velja hjólið
Þeim fjölgar jafnt og þétt sem nota hjólið sem ferðamáta, þetta sýna hjólateljarar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Þegar fjöldi hjólandi vegfarenda er skoðaður síðastliðin þrjú ár sést að þau eru ansi mörg sem velja að hjóla og fjölgun hefur verið á milli ára, tæplega 1.900.000 manns hjóluðu árið 2022 en árið 2024 náði fjöldinn 2.100.000 manns. Nú stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna og í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Katrín Halldórsdóttir, forstöðumaður hjóla- og göngustíga hjá Betri samgöngum að hjólareiðar séu raunhæfur valkostur sem daglegur ferðmáti á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meiraHjólað í vinnuna hófst í dag
Átakið Hjólað í vinnuna hófst í morgun og stendur til 27.maí en þetta er í 23. sinn sem fólk er hvatt til að hvíla bílinn á leið til vinnu og taka fram hjólið sér til heilsubótar. Starfsfólk Betri samgangna og Borgarlínunnar skelltu sér í hjóltúr um höfuðborgarsvæðið í tilefni dagsins.
Lesa meira