
Verksamningur undirritaður um smíði Fossvogsbrúar
Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu í dag undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7.661 m.kr. Samningurinn var undirritaður rafrænt í Fossvogi þar framkvæmdir standa nú yfir við gerð landfyllinga fyrir brúna, af Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna og Karli Andreassen, forstjóra Ístaks.
Lesa meiraBreiðholtsbraut lokuð um helgina vegna steypuvinnu
Hluta Breiðholtsbrautar, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokað fyrir allri umferð um helgina á meðan steypuvinna Vegagerðarinnar fer fram við nýja brú yfir Breiðholtsbraut. Þetta er gert til að að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokunin verður frá klukkan 1 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 5 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur.
Lesa meira