Creating_Keldur_000000Artboard 4
Apr 22, 2025

Rammasamningur um verkframkvæmdir Borgarlínunnar

Betri samgöngur hafa auglýst eftir tilboðum í gerð rammasamnings um uppbyggingu innviða fyrir Borgarlínuna. Helstu verkþættir eru gatnagerð, jarðvinna, veituframkvæmdir, blágrænar ofanvatnslausnir, gangstéttagerð, landmótum, uppsetning lýsingar og umferðarmerkja og aðrir verkþættir eru nauðsynlegir í tengslum við gerð Borgarlínu.

Lesa meira
Apr 11, 2025

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Betri samgangna ohf. árið 2025, vegna starfsársins 2024, verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2025, kl. 15:00, í fundarsal A á Iceland Parliament Hotel, Thorvaldsensstræti 2, 101 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum hluthöfum félagsins, ásamt öllum kjörnum fulltrúum hluthafa félagsins, þ.e. bæði þingmönnum og sveitarstjórnamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þá skal fulltrúum fjölmiðla heimilt að sækja aðalfundinn.

Lesa meira