Fréttir

Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki
Feb 13, 2025

Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki

Vegna nálægðar framkvæmdasvæðis við landfyllingar og smíði Fossvogsbrúar við Reykjavíkurflugvöll, þá sérstaklega flugbraut 01/19, hafa samskipti og samráð Isavia Innanlandsflugvalla ehf. og Verkefnastofu Borgarlínu staðið yfir í nokkur ár. Samstarfið hefur falið í sér reglulega fundi þar sem farið var yfir öryggissvæði flugvallarins, færslur lóðamarka og flugvallargirðinga sem og vinnu nærri hindrunarflötum í aðflugs- og brottflugsstefnu flugbrautar 01/19. Einu framkvæmdirnar sem munu rjúfa hindrunarfleti flugvallarins eru þegar brúarstólpar og brúarbitar verða hífðir með 60m háum krana á fljótandi pramma. Samkvæmt áætlun hönnuða munu þessar hífingar standa yfir í samtals níu daga.

Lesa meira
Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu
Jan 31, 2025

Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu

Áætlað er að bjóða út verklegar framkvæmdir fyrir 264,2 milljarða króna á þessu ári fyrir opinbera aðila sem er næstum tvöfalt meira en áform síðasta árs. Þetta kom fram á Útboðsþingi SI og Mannvirkis sem haldið var í gær. Þrír verkkaupar, Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir og Nýr Landspítali standa fyrir um 90% aukningarinnar. Áætluð úboð Betri samgangna á árinu nema um átta milljörðum króna.

Lesa meira
Borgarlínan skiptir miklu máli fyrir uppbyggingu í Mosfellsbæ
Jan 27, 2025

Borgarlínan skiptir miklu máli fyrir uppbyggingu í Mosfellsbæ

„Fátt hefur verið rökrætt meira en Samgöngusáttmálinn, nema ef vera skyldi Hvalfjarðargöngin á sínum tíma,“ sagði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar við upphaf kynningarfundar sem Betri samgöngur og Vegagerðin efndu til í Hlégarði í síðustu viku. Hún minnti á að þverpólitísk samstaða hafi verið um uppfærslu sáttmálans sem kynnt var í ágúst í fyrra. „Borgarlínan skiptir okkur mjög miklu máli varðandi uppbyggingu Blikastaðahverfisins og líka uppbygginguna í kringum Korputún,“ sagði bæjarstjórinn.

Lesa meira