Betri samgöngur

Ríkið, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær undirrituðu sáttmála um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu 26. september 2019. Ákveðið var að framkvæmdirnar yrðu í höndum fyrirtækis sem yrði stofnað í kringum þær.

Ríkið og sveitarfélögin leggja til þrjá milljarða á ári og fyrirtækinu er ætlað að fjármagna það sem eftir stendur. Annars vegar með þróun Keldnalandsins, sem ríkið leggur fyrirtækinu til, og hins vegar með innheimtu flýti- og umferðargjalda, verði ákveðið að leggja þau á.

Hinn 29. júní sl. voru lög nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. Með þeim fékk fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að stofna fyrirtækið. Betri samgöngur ohf. var stofnað 2. október það ár.

 

Samþykktir

Starfsreglur stjórnar

Ársreikningur 2020

Ársreikningur 2021

Ársreikningur 2022

Ársreikningur 2023

Hlutahafar

 

Ríkissjóður

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu

Stjórn

betri_samgongur_ragnhildur_1a

Ragnhildur Hjaltadóttir – formaður

Störf

  • Ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu og forverum þess 2003-2023
  • Samgönguráðuneytið 1983-2003
  • Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1982-1983

Menntun

  • Framhaldsnám í alþjóðarétti við Institut Internationale de Hautes Études 1981
  • Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1979
betri_samgongur_starfsfolk_portret_d_print-1_2

Ólöf Örvarsdóttir – varaformaður

Störf

  • Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá 2012
  • Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar 2008-2012
  • Aðstoðarskipulagsstjóri 2007-2008
  • Störf á teiknistofu og verkefnisstjóri hjá borgarskipulagi 1995-2007

Menntun

  • Stjórnendanám við Bloomberg Harvard City Leadership Initiative 2018-2019.
  • Meistarapróf frá Arkitekthögskolen í Osló 1995
betri_samgongur_asthildur_cut_a

Ásthildur Helgadóttir

Störf

  • Sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogs frá 2021
  • Staðarstjóri hjá GG Verk 2019-2021
  • Staðarstjóri hjá Munck 2018-2019
  • Verkfræðingur hjá Peab AB 2017-2018
  • Verkfræðingur hjá NIMAB AB 2016-2017
  • Verkfræðingur hjá NCC Construction AB 2010-2016
  • Sérfræðingur í eignastýringu hjá Landsbankanum 2008-2010
  • Formaður íþróttanefndar ríkisins 2007-2010
  • Bæjarfulltrúi í Kópavogi 2006-2009
  • Formaður íþrótta- og tómstundanefndar Kópavogs 2006-2009
  • Atvinnumaður í knattspyrnu í Malmö 2003-2007
  • Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu 2001-2007

Menntun

  • Meistaragráða í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Lundi 2006
  • B.E. gráða í verkfræði frá Vanderbilt háskólanum 2001
betri_samgongur_starfsfolk_portret_i_print-1_2

Eyjólfur Árni Rafnsson

Störf

  • Formaður Samtaka atvinnulífsins frá 2017
  • Ráðgjöf og stjórnarseta frá 2016
  • Forstjóri Mannvits og forvera þess 2003-2015

Menntun

  • Doktorspróf í byggingaverkfræði frá háskólanum í Missouri 1991
  • Meistarpróf í byggingaverkfræði frá háskólanum í Missouri 1988
  • BSc próf í byggingartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands (nú Háskólinn í Reykjavík) 1984
betri_samgongur_starfsfolk_portret_h_print-1_2

Guðrún Ögmundsdóttir

Störf

  • Skrifstofustjóri á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2019
  • Sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 2011-2019
  • Ráðgjafi hjá Capacent 2011
  • Fjárfestatengill hjá Landic Property 2007-2010
  • Sérfræðingur hjá Kaupþingi banka 2006-2007
  • Hagfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins 2002-2005

Menntun

  • Meistarapróf í fjármálum frá Cass Business School í London 2006
  • Hagfræðingur frá Háskóla Íslands 2002
betri_samgongur_pall_cut_a

Páll Björgvin Guðmundsson

Störf

  • Framkvæmdastjóri SSH frá 2019
  • Sjálfstætt starfandi 2018-2019
  • Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar 2010-2018
  • Útibússtjóri hjá Íslandsbanka 2008-2010
  • Fjármálastjóri Fjarðarbyggðar 2004-2008
  • Forstöðumaður og sérfræðingur hjá Landsbankanum 1997-2003

Menntun

  • MBA frá Stirling háskóla 2004
  • B.Sc. í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands 1998
  • Iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands 1997

Starfsfólk

betri_samgongur_starfsfolk_portret_a_print-2_2

Davíð Þorláksson – framkvæmdastjóri

david@betrisamgongur.is

Störf

  • Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins 2017-2021
  • Framkvæmdastjóri Lindarvatns og Hljómalindarreits 2015-2017
  • Yfirlögfræðingur Icelandair Group 2009-2017
  • Yfirlögfræðingur Askar Capital 2007-2009
  • Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2005-2007

Menntun

  • Löggiltur verðbréfamiðlari 2017
  • MBA frá London Business School 2016
  • Héraðsdómslögmannsréttindi 2009
  • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2006
betri_samgongur_starfsfolk_portret

Þorsteinn R. Hermannsson – forstöðumaður þróunar

thorsteinn@betrisamgongur.is

Störf

  • Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016
  • Fagstjóri samgangna hjá Mannviti hf. 2012-2016
  • Verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2010-2012
  • Sviðsstjóri umferðar- og skipulagssvið hjá Mannviti hf. 2008 – 2012
  • Samgönguverkfræðingur á samgöngusviði hjá Hönnun hf. 2005 – 2007.

Menntun

  • Meistarapróf í byggingarverkfræði með sérhæfingu í samgönguverkfræði frá University of Washington 2005
  • BSc próf í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2001
betri_samgongur_starfsfolk_portret_e_print-1_2

Þröstur Guðmundsson – forstöðumaður verkefna og áætlana

throstur@betrisamgongur.is

Störf

  • Ráðgjöf tengd verkefnastjórnun 2016-2021
  • Kennsla við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík frá 2011, aðjúnkt frá 2017
  • Framkvæmdastjórn og verkefnastjórnun hjá HRV 2007-2016
  • Hluthafi og verkefnastjórnun hjá Verkís (áður VST) 2000-2011
  • Verkefnastjórnun hjá Alusuisse Technology & Management 1996-1999

Menntun

  • Doktorspróf í verkfræði frá Háskólanum í Nottingham 1996
  • Vottaður verkefnastjóri (IPMA Level B: Certified Senior Project Manager)
  • Meistarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2018
  • Meistarapróf í verkfræði frá Colorado háskóla 1992
  • Lokapróf í verkfræði frá Háskóla Íslands 1989