Fréttir

hjola_og_gongustigar_a-9

2,3 km af hjólastígum lagðir í sumar

Um 2,3 km af hjólastígum, sem liggja um tvenn ný undirgöng, verða lagðir á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Framkvæmdirnar eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Stígarnir verða hluti af stofnhjólaleiðum höfuðborgarsvæðisins sem áhersla er lögð á að byggja upp.

 

Stígar og undirgöng sem verða tilbúin í sumar
– Tvístefnu hjólastígur í Elliðaárdal í Reykjavík, sem nær frá gömlu Vatnsveitubrúnni að Grænugróf.
– Undirgöng við Bústaðaveg 151-153, fyrir ofan Sprengisand í Reykjavík, fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, ásamt nýju aðskildu stígakerfi.
– Aðskildir göngu- og hjólastígar meðfram Strandgötu í Hafnarfirði, sem ná frá hringtorgi við Hvaleyrarbraut og að Strandgötu við Reykjanesbraut.
– Undirgöng við Arnarneshæð í Garðabæ fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

 

Stígar og undirgöng í undirbúningi
– Samhliða nýjum Arnarnesvegi verður byggt upp nýtt, aðskilið stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
– Ný brú verður byggð yfir Dimmu, sem er sá hluti Elliðaáa sem rennur vestan Víðivalla.
– Meðfram Skógarhlíð í Reykjavík stendur til að leggja nýja, aðskilda göngu- og hjólastíga.
– Frá Bústaðavegi að Fossvogi við suðurhlíðar verða lagðir nýir, aðskildir göngu- og hjólastígar.
– Nýir aðskildir göngu- og hjólastígar í Elliðaárdal, frá Grænugróf og að Dimmu.

 

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Vegagerðarinnar.