Fréttir

hjola_og_gongustigar_a-2

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Betri samganga ohf. árið 2021, vegna starfsársins 2020, verður haldinn fimmtudaginn 1. júlí 2021, kl. 15:00, á heimili félagsins að Grandagarði 16, 101 Reykjavík.

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 12.gr. samþykkta félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
  2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt athugsemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
  3. Ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað, sbr. ákvæði hluthafasamkomulags, eða tap og framlög í varasjóð.
  4. Starfskjarastefna stjórnar lögð fram til staðfestingar.
  5. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðanda.
  6. Kosning stjórnar félagsins.
  7. Kosning endurskoðanda félagsins.
  8. Önnur mál löglega upp borin.

 

Aðalfundurinn er opinn öllum hluthöfum félagsins, ásamt öllum kjörnum fulltrúum eigendafélagsins, þ.e. bæði þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og skulu þessir aðilar hafa rétt til að taka til máls á fundinum og bera upp fyrirspurnir. Þá skal fulltrúum fjölmiðla heimilt að sækja aðalfundinn.

 

Gögn vegna fundarins, ársreikningur auk tillagna stjórnar um starfskjarastefnu félagsinsverður lögð fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, tveimur vikum fyrir aðalfund.

 

Reykjavík, 15. júní 2021.
Stjórn Betri samgangna ohf.