Aðalfundur Betri samgangna ohf. árið 2025, vegna starfsársins 2024, verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2025, kl. 15:00, í fundarsal A á Iceland Parliament Hotel, Thorvaldsensstræti 2, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 12. gr. samþykkta félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
3. Ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað, sbr. ákvæði hluthafasamkomulags, eða tap og framlög í varasjóð.
4. Starfskjarastefna stjórnar lögð fram til staðfestingar.
5. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðanda.
6. Kosning stjórnar félagsins.
7. Kosning endurskoðanda félagsins.
8. Tillaga um breytingu á samþykktum.
9. Önnur mál löglega upp borin.
Skráning með tölvupósti
Aðalfundurinn er opinn öllum hluthöfum félagsins, ásamt öllum kjörnum fulltrúum hluthafa félagsins, þ.e. bæði þingmönnum og sveitarstjórnamönnum á höfuðborgarsvæðinu, og skulu þessir aðilar hafa rétt til að taka til máls á fundinum og bera upp fyrirspurnir. Þá skal fulltrúum fjölmiðla heimilt að sækja aðalfundinn. Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig með því að senda tölvupóst á betrisamgongur@betrisamgongur.is.
Tilnefningar í stjórn
Óskað er eftir tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra um þrjá aðalmenn og einn varamann í stjórn félagsins, ásamt tilnefningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þrjá aðalmenn og einn varamann. Samkvæmt samþykktum félagsins skipar ráðherra formann stjórnar án tilnefningar úr hópi stjórnarmanna og tilkynna skal Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fyrirhugað val á nýjum formanni félagsins með hæfilegum fyrirvara fyrir aðalfund, áður en val formanns er staðfest. Með vísan til 1. mgr. 63. gr. a í hlutafélagalögum er óskað eftir að tilnefningar í stjórn berist félaginu í síðasta lagi fimm dögum fyrir aðalfund.
Gögn vegna fundarins, ársreikningur auk tillagna stjórnar um starfskjarastefnu félagsins verður lögð fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, tveimur vikum fyrir aðalfund.
Reykjavík, 10. apríl 2025.
Stjórn Betri samgangna ohf.