Fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar gætu hafist á þessu ári. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali við Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna, í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdirnar verða í tengslum við Fossvogsbrúnna. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í árslok 2024 og muni þá strax nýtast gangandi og hjólandi umferð og Strætó.
Horfa má á viðtalið í heild sinni á vef RÚV.