Mannvirkin farin að taka á sig mynd

Mannvirkin farin að taka á sig mynd

Framkvæmdir við nýjan Arnarnesveg eru í fullum gangi og mannvirkin við Breiðholtsbraut og í Elliðaárdal, sem eru hluti af því verki, eru farin að taka á sig endanlega mynd. Vinna er langt komin við uppsetningu undirsláttar og járnbendingu fyrir brúardekk brúar yfir Breiðholtsbraut. Þá er brúin yfir Dimmu nánast tilbúin. Arnarnesvegur er eitt af stofnvegaverkefnum…

Opnun tilboða í smíði Fossvogsbrúar

Opnun tilboða í smíði Fossvogsbrúar

Tilboð í smíði Fossvogsbrúar voru opnuð síðdegis í gær og bárust tvö tilboð í verkið. Betri samgöngur buðu brúarsmíðina út á Evrópska efnahagssvæðinu í maí síðastliðnum en fyrri hluti framkvæmda, gerð sjóvarna og landfyllinga á Kársnesi í Kópavogi og í Reykjavík, hefur staðið yfir síðan í janúar 2025. Áætlaður kostnaður við brúarsmíðina var tæpir sex…

Sex ára sáttmáli

Sex ára sáttmáli

„Það getur verið erfitt að hugsa 15 ár fram í tímann þegar maður situr fastur í umferðinni. Það tekur tíma að finna lausnir sem breið sátt er um, fjármagna þær, fara með þær í gegnum hönnunar- og skipulagsferli og hrinda í framkvæmd,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, í grein sem hann skrifar í tilefni…

Keldnaland – áframhaldandi þróun vinnslutillögu

Keldnaland – áframhaldandi þróun vinnslutillögu

Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga. Ábati af sölu byggingarréttar á Keldnalandi rennur til umfangsmikilla fjárfestinga Betri samgangna á höfuðborgarsvæðinu í stofnvegakerfinu, innviða Borgarlínu og hjóla- og göngustíga auk smærri…

Viðburðarík samgönguvika framundan

Viðburðarík samgönguvika framundan

Samgöngur fyrir öll er þema Evrópsku samgönguvikunnar sem hefst á morgun 16. september en frá árinu 2002 hafa sveitarfélög á Íslandi hafa tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu til að ýta undir sjálfsbærar samgöngur. Fjölmargir viðburðir verða haldnir, þar á meðal spennandi málþing í Ráðhúsinu í Reykjavík á fimmtudag, Auðlindahringur verður hjólaður frá…

Niðurstöður umhverfismatsskýrslu til kynningar

Niðurstöður umhverfismatsskýrslu til kynningar

Umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar, ásamt hluta af 3. lotu Borgarlínu milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka, voru rædd á opnum kynningarfundi fyrr í vikunni. Með breytingum á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verður ljósastýring við gatnamótin afnumin og leið Borgarlínu komið fyrir í sérrými. Umhverfismatsskýrslan er nú til kynningar hjá Skipulagsstofnun.   Nokkrir valkostir…

Opið hús um skipulag Keldnalands og gönguferð

Opið hús um skipulag Keldnalands og gönguferð

Framundan er mikilvæg uppbygging á Keldnalandi og markmiðið að þar rísi spennandi nútímahverfi sem byggir á vistvænum samgöngum. Skipulagsvinna er í fullum gangi og í næstu viku verða haldin opin hús vegna kynningar á vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Keldna og nágrennis.   Kynningin verður í bókasafninu á Keldum, Keldnavegi 3, á eftirfarandi dögum: Þriðjudaginn 26. ágúst…

Göngubrúin yfir Sæbraut komin í notkun

Göngubrúin yfir Sæbraut komin í notkun

Ný göngubrú yfir Sæbraut hefur nú verið opnuð en allt kapp var lagt á að hún yrði tilbúin áður en skólastarf hæfist. Brúin bætir umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir nemendur í Vogaskóla. Lyftur eru við báða enda sem tryggja gott aðgengi fyrir öll.     Göngubrúin er yfirbyggð…

Rammasamningar gerðir fyrir Borgarlínu framkvæmdir

Rammasamningar gerðir fyrir Borgarlínu framkvæmdir

Betri samgöngur hafa samþykkt fjögur tilboð sem bárust í rammasamning um uppbyggingu innviða fyrir Borgarlínuna. Alls bárust átta tilboð en fjögur þeirra fullnægðu ekki hæfiskröfum útboðsins og komu því ekki til álita við samningsgerð.   Við mat á tilboðum var stuðst við stigagjöf (verð, gæði og reynsla og notkun á umhverfisvænni orku) en einungis gild…

Stígaframkvæmdir hafnar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði

Stígaframkvæmdir hafnar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði

Framkvæmdir eru hafnar við verkefnið Þrír stígar þar sem byggðir verða aðskildir göngu- og hjólastígar vestan við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og vestan Hafnarfjarðarvegar í Garðabæ og Kópavogi. Vinna við fyrsta hluta verksins hófst á dögunum en hann nær frá gatnamótum Hraunbrúnar og Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ. Áætluð verklok stígagerðar í Hafnarfirði eru…