Stígaframkvæmdir hafnar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði

Stígaframkvæmdir hafnar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði

Framkvæmdir eru hafnar við verkefnið Þrír stígar þar sem byggðir verða aðskildir göngu- og hjólastígar vestan við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og vestan Hafnarfjarðarvegar í Garðabæ og Kópavogi. Vinna við fyrsta hluta verksins hófst á dögunum en hann nær frá gatnamótum Hraunbrúnar og Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ. Áætluð verklok stígagerðar í Hafnarfirði eru…

Áfangi í skipulagi Keldnalands

Áfangi í skipulagi Keldnalands

Skipulagsvinna á Keldnalandi í Reykjavík er í fullum gangi og áformað að því ferli ljúki í byrjun næsta árs. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að opna kynningar og samráðsferli um vinnslutillögu á rammahluta aðalskipulags borgarinnar ásamt drögum að þróunaráætlun, hönnunarhandbók og samgönguskipulagi. Gögnin eru nú aðgengileg í skipulagsgáttinni.   Framundan er mikilvæg uppbygging á Keldnalandi og markmiðið…

Sæbraut í kílómetra langan stokk frá Miklubraut

Sæbraut í kílómetra langan stokk frá Miklubraut

Til stendur að setja Sæbraut í stokk á um 1 km löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Með vegstokki er verið að bæta umhverfisgæði í nærliggjandi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferðarþungum stofnbrautum. Sæbrautarstokkur er ein af stofnvegaframkvæmdum Samgöngusáttmálans og vinna Reykjavíkurborg og Vegagerðin ásamt…

Nýr Arnarnesvegur að mótast

Nýr Arnarnesvegur að mótast

Framkvæmdir við nýjan Arnarnesveg milli Kópavogs og Reykjavíkur eru í fullum gangi og nú er áætlaður framkvæmdatími ríflega hálfnaður. Verkið hefur gengið ágætlega samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar sem hefur umsjón með framkvæmdum. Arnarnesvegur er hluti af stofnvegaframkvæmdum Samgöngusáttmálans og fjármagnaður af honum.   Helstu verkþættir sem unnið er við er frágangur nýrrar akbrautar við Breiðholtsbraut og…

Göngu­brú á Sæbraut komin upp

Göngu­brú á Sæbraut komin upp

Ný göngu- og hjólabrú var hífð í heilu lagi á Sæbraut á mánudaginn og komið fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog. Vonast er til að brúin verði tekin í notkun um miðjan júní. Hún mun standa þar til framkvæmdir vegna Sæbrautarstokks hefjast og verður þá hægt að flytja á annan…

Smíði Fossvogsbrúar komin í útboð

Smíði Fossvogsbrúar komin í útboð

Betri samgöngur auglýsa eftir tilboðum í seinni hluta framkvæmda við Fossvogsbrú, sjálfa brúarsmíðina. Framkvæmdir við sjóvarnir og landfyllingar, fyrri hluta verksins, hófust í janúar á þessu ári og á báðum verkhlutum að vera lokið haustið 2028. Tilboð verða opnuð 26. ágúst næstkomandi.   Fossvogsbrú er hluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar og mun tengja sveitarfélögin Reykjavík…

Borgarlínan verður fljótlegri, áreiðanlegri og umhverfisvænni

Borgarlínan verður fljótlegri, áreiðanlegri og umhverfisvænni

Það kannast flest við Borgarlínuna, en það eru færri sem vita nákvæmlega um hvað hún snýst og að hvaða leyti hún verður frábrugðin Strætó. Kópavogspósturinn fékk Atla Björn Levy, forstöðumann verkefnastofu Borgarlínunnar hjá Betri samgöngum, til að svara nokkrum lykilspurningum um verkefnið.   Hvað er Borgarlínan? Verkefnið hefur mikið breyst frá því menn töluðu upphaflega…

Sífellt fleiri velja hjólið

Sífellt fleiri velja hjólið

Þeim fjölgar jafnt og þétt sem nota hjólið sem ferðamáta, þetta sýna hjólateljarar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Þegar fjöldi hjólandi vegfarenda er skoðaður síðastliðin þrjú ár sést að þau eru ansi mörg sem velja að hjóla og fjölgun hefur verið á milli ára, tæplega 1.900.000 manns hjóluðu árið 2022 en árið 2024 náði fjöldinn 2.100.000…

Hjólað í vinnuna hófst í dag

Hjólað í vinnuna hófst í dag

Átakið Hjólað í vinnuna hófst í morgun og stendur til 27.maí en þetta er í 23. sinn sem fólk er hvatt til að hvíla bílinn á leið til vinnu og taka fram hjólið sér til heilsubótar. Setningarhátíð var haldin í Ráðhúsinu í morgun og enn er hægt að skrá sig til þátttöku á hjoladivinnuna.is Nú…

Eyjólfur Árni Rafnsson nýr stjórnarformaður

Eyjólfur Árni Rafnsson nýr stjórnarformaður

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, var kjörinn nýr stjórnarformaður Betri samgangna á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í gær. Hann tekur við af Ragnhildi Hjaltadóttur, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í innviðaráðuneytinu sem sinnt hefur formennsku síðastliðið ár. Þá var Árni Freyr Stefánsson, skrifstofustjóri samgangna í innviðaráðuneytinu, kjörinn nýr inn í stjórnina en áfram sitja þau Guðrún…