Aðalfundur 2024

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Betri samgangna ohf. árið 2024, vegna starfsársins 2023, verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2024, kl. 16:30, í VOX Club á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.   Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 12. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum…

Framkvæmdir hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Dimmu

Framkvæmdir hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Dimmu

Framkvæmdir við nýja göngu- og hjólabrú yfir Dimmu, sem er hluti Elliðaáa í Víðidal, hófust í febrúar. Nýja brúin verður mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið um þessa náttúruperlu. Samhliða brúarsmíðinni verða byggðir upp nýir og endurbættir göngu- og hjólastígar sem munu liggja að nýju stígakerfi við Grænugróf í Elliðaárdal og…

Stígandi í stígaframkvæmdum

Stígandi í stígaframkvæmdum

Göngu- og hjólastíganet höfuðborgarsvæðisins stækkar um 3,3 kílómetra á árinu. Innifalið í því er brú við Grænugróf. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir undirbúning ganga vel og er bjartsýn á að framkvæmdir hefjist með vorinu.   „Þegar er búið að leggja 9 km af nýjum stígum frá því að uppbygging göngu- og hjólastíganetsins á höfuðborgarsvæðinu…

Kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar

Kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar

Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Vegagerðin stóðu fyrir hönnunarsamkeppni á Fossvogsbrú árið 2021 þar sem staðsetningin er einstök. Mikill vilji var til þess að þar risi mannvirki sem fegri umhverfið um leið og það þjónar íbúum sem lykilsamgöngumannvirki. Vonir standa til þess að brúin verði áberandi kennileiti á höfuðborgarsvæðinu.   Mat dómnefndar í seinna þrepi fólst í…

Góður Öldu-gangur í Fossvogi

Góður Öldu-gangur í Fossvogi

Alda, brú yfir Fossvog, var til kynningar hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, 31. janúar. Undirbúningur fyrir útboð er langt kominn en tvö útboð eru í undirbúningi, annars vegar fyrir fyllingar og hins vegar fyrir smíði brúarinnar. Alda er ætluð gangandi og hjólandi vegfarendum, ásamt því að vera lykillinn að leið Borgarlínunnar yfir Fossvog….

Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur?

Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri.   Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra…

45.000 strætóferðir

Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á…

22 fótboltavellir fullir af bílum

22 fótboltavellir fullir af bílum

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og…

Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu

Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu

Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði.   Brúin tengir tvö stærstu…

Þétt, fjölbreytt og grænt borgarhverfi

Þétt, fjölbreytt og grænt borgarhverfi

Keldnaland verður borgarhluti með alla kosti þéttrar og lifandi borgarbyggðar fyrir íbúa og gesti, samkvæmt vinningstillögu alþjóðlegrar samkeppni um þróun landsins, sem Reykjavíkurborg og Betri samgöngur stóðu fyrir. Verðlaunaafhending fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.   Að baki vinningstillögunni er sænska arkitektastofan FOJAB og var verkfræðistofan Ramboll í ráðgjafahlutverki. Í tillögunni er lögð áhersla…