Rammasamningur um verkframkvæmdir Borgarlínunnar

Rammasamningur um verkframkvæmdir Borgarlínunnar

Betri samgöngur hafa auglýst eftir tilboðum í gerð rammasamnings um uppbyggingu innviða fyrir Borgarlínuna. Helstu verkþættir eru gatnagerð, jarðvinna, veituframkvæmdir, blágrænar ofanvatnslausnir, gangstéttagerð, landmótum, uppsetning lýsingar og umferðarmerkja sem og aðrir nauðsynlegir þættir við gerð Borgarlínu.   Stefnt er að því að semja við allt að sjö bjóðendur til fjögurra ára með heimild til framlengingar…

Aðalfundur 2025

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Betri samgangna ohf. árið 2025, vegna starfsársins 2024, verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2025, kl. 15:00, í fundarsal A á Iceland Parliament Hotel, Thorvaldsensstræti 2, 101 Reykjavík.   Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 12. gr. samþykkta félagsins:   1.  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2.  Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum…

Upplýsingasíða um framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú

Upplýsingasíða um framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú

Vinna við landfyllingar og sjóvarnir fyrir Öldu, Fossvogsbrú, eru að hefjast Reykjavíkurmegin en framkvæmdir hófust á Kársnesi í Kópavogi 17. janúar síðastliðinn. Leitast er við að framkvæmdir valdi sem minnstum truflunum en til að tryggja að góða miðlun upplýsinga um áhrif framkvæmdanna og eðli þeirra hefur verið opnuð sérstök vefsíða: Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú Þá er…

Útboð á göngu- og hjólastígum í Hafnarfirði og Garðabæ

Útboð á göngu- og hjólastígum í Hafnarfirði og Garðabæ

Betri samgöngur hafa auglýst eftir tilboðum í fyrri áfanga verkefnisins „Þrír stígar“ og stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í Garðabæ og Hafnarfirði í sumar náist samningar við verktaka. Verkið snýst um gerð aðskildra göngu- og hjólastíga ásamt stígalýsingu, nýjum skiltum og merkingum á þremur framkvæmdarsvæðum.   Framkvæmdakaflinn í Hafnarfirði liggur meðfram Reykjavíkurvegi og…

Samningur við VSÓ Ráðgjöf um Borgarlínuhönnun

Samningur við VSÓ Ráðgjöf um Borgarlínuhönnun

Betri samgöngur hafa gert samning við VSÓ Ráðgjöf um lokahönnun fyrir Borgarlínuna sem nær yfir Suðurlandsbraut og Laugaveg að Hlemmsvæðinu meðtöldu. Með samningnum hefst verkhönnun, sem er síðasta stig hönnunar fyrir framkvæmdir, á götukafla sem er um fjórðungur heildarlengdar þessarar fyrstu lotu Borgarlínunnar. Um er að ræða umfangsmikið hönnunarverkefni þar sem unnið verður bæði að…

Ný göngubrú yfir Sæbraut

Ný göngubrú yfir Sæbraut

Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa.   Göngubrúin verður staðsett um það…

Verkefni Samgöngusáttmálans rædd á Seltjarnarnesi

Verkefni Samgöngusáttmálans rædd á Seltjarnarnesi

Íbúar á öllu höfuðborgarsvæðinu eiga hagsmuna að gæta þegar kemur að samgönguúrbótum og þá ekki síst greiðfærari stofnvegum og almenningssamgöngum. Sameiginlegt atvinnu- og samgöngusvæði þýðir að íbúar á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík glíma við sömu áskoranir í umferðinni. Betri samgöngur og Vegagerðin í samvinnu við Seltjarnarnesbæ efndu á dögunum til kynningarfundar…

„Oft skapast pólítískur hvati til yfirvegaðs vanmats á kostnaði framkvæmda“

„Oft skapast pólítískur hvati til yfirvegaðs vanmats á kostnaði framkvæmda“

Norðmenn hafa náð eftirtektarverðum árangri í að minnka framúrkeyrslu kostnaðar- og tímaáætlana opinberra framkvæmda og á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands í dag kynnti sérfræðingur norska fjármálaráðuneytisins hvernig það tókst. Mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu við risaframkvæmdir hins opinbera var rædd þar undir yfirskriftinni „Risaverkefni – Stærð skiptir máli“. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, sagði að breyta þurfi hugarfari og…

Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki

Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki

Vegna nálægðar framkvæmdasvæðis við landfyllingar og smíði Fossvogsbrúar við Reykjavíkurflugvöll, þá sérstaklega flugbraut 01/19, hafa samskipti og samráð Isavia Innanlandsflugvalla ehf. og Verkefnastofu Borgarlínu staðið yfir í nokkur ár. Samstarfið hefur falið í sér reglulega fundi þar sem farið var yfir öryggissvæði flugvallarins, færslur lóðamarka og flugvallargirðinga sem og vinnu nærri hindrunarflötum í aðflugs- og…

Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu

Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu

Áætlað er að bjóða út verklegar framkvæmdir fyrir 264,2 milljarða króna á þessu ári fyrir opinbera aðila sem er næstum tvöfalt meira en áform síðasta árs. Þetta kom fram á Útboðsþingi SI og Mannvirkis sem haldið var í gær. Þrír verkkaupar, Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir og Nýr Landspítali, standa fyrir um 90% aukningarinnar. Áætluð úboð…