Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki

Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki

Vegna nálægðar framkvæmdasvæðis við landfyllingar og smíði Fossvogsbrúar við Reykjavíkurflugvöll, þá sérstaklega flugbraut 01/19, hafa samskipti og samráð Isavia Innanlandsflugvalla ehf. og Verkefnastofu Borgarlínu staðið yfir í nokkur ár. Samstarfið hefur falið í sér reglulega fundi þar sem farið var yfir öryggissvæði flugvallarins, færslur lóðamarka og flugvallargirðinga sem og vinnu nærri hindrunarflötum í aðflugs- og…

Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu

Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu

Áætlað er að bjóða út verklegar framkvæmdir fyrir 264,2 milljarða króna á þessu ári fyrir opinbera aðila sem er næstum tvöfalt meira en áform síðasta árs. Þetta kom fram á Útboðsþingi SI og Mannvirkis sem haldið var í gær. Þrír verkkaupar, Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir og Nýr Landspítali, standa fyrir um 90% aukningarinnar. Áætluð úboð…

Borgarlínan skiptir miklu máli fyrir uppbyggingu í Mosfellsbæ

Borgarlínan skiptir miklu máli fyrir uppbyggingu í Mosfellsbæ

„Fátt hefur verið rökrætt meira en Samgöngusáttmálinn, nema ef vera skyldi Hvalfjarðargöngin á sínum tíma,“ sagði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar við upphaf kynningarfundar sem Betri samgöngur og Vegagerðin efndu til í Hlégarði í síðustu viku. Hún minnti á að þverpólitísk samstaða hafi verið um uppfærslu sáttmálans sem kynnt var í ágúst í fyrra. „Borgarlínan skiptir…

Framkvæmdir hafnar fyrir Fossvogsbrú

Framkvæmdir hafnar fyrir Fossvogsbrú

Framkvæmdir vegna Fossvogsbrúar, sem er fyrsta stóra verkefnið í tengslum við Borgarlínuna, hófust formlega í dag. Nýr samgönguráðherra, Eyjólfur Ármannsson, tók fyrstu skóflustunguna að framkvæmdinni, ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna, Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra Reykjavíkur og Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, á Kársnesi í Kópavogi. Verkefnið er hluti af Samgöngusáttmálanum en Vegagerðin…

Framkvæmdir hefjast vegna Fossvogsbrúar á næstu dögum

Framkvæmdir hefjast vegna Fossvogsbrúar á næstu dögum

Verksamningur vegna landfyllinga og sjóvarna tengdum byggingu brúar yfir Fossvog var undirritaður í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Guðgeir Freyr Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Gröfu og grjóts, skrifuðu undir samninginn í húsakynnum Vegagerðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu dögum en áætluð verklok eru 1. nóvember 2026.   Verkefnið er hluti af Samgöngusáttmálanum…

Mót ára og tíma

Mót ára og tíma

Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri skrifar: Á morgun, gamlársdag, eru fjögur ár síðan ég hitti Árna Mathiesen, þáverandi stjórnarformann nýstofnaðra Betri samgangna, og skrifaði undir ráðningarsamning sem fyrsti starfsmaður fyrirtækisins. Það eru því ekki bara áramót, heldur líka tímamót hjá mér. Á borðinu lá fyrir skýr stefna um hvað við ættum að gera samkvæmt Samgöngusáttmálanum, en mitt…

„Keldnaland býður upp á ný tækifæri“

„Keldnaland býður upp á ný tækifæri“

Áform um uppbyggingu að Keldum og Keldnaholti eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Keldnaland er 117 hektara landsvæði í Reykjavík sem lengi hefur staðið til að nýta til uppbyggingar en vinningstillögur í samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um skipulag þess voru kynntar í haust. Kristín Kalmansdóttir framkvæmdastjóri Keldna, Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði, segir að nýtt blandað íbúða-…

Fjögur tilboð í landfyllingar Fossvogsbrúar

Fjögur tilboð í landfyllingar Fossvogsbrúar

Vegagerðin hefur opnað tilboð sem bárust í landfyllingar og sjóvarnir vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínunnar og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist snemma á nýju ári en verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2026. Fjögur tilboð bárust frá Íslenskum aðalverktökum, Ístaki,…

Ný upplýsingagátt Samgöngusáttmálans

Ný upplýsingagátt Samgöngusáttmálans

Verksjá.is Kynntu þér framkvæmdir við stofnvegi, Borgarlínuna, göngu- og hjólastíga í nýrri verksjá Samgöngusáttmálans. Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hröð og kallar á margþætta uppbyggingu í samgöngum næstu áratugi. Í uppfærðum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er megin áhersla lögð á styttri ferðatíma, minni tafir og aukið umferðaröryggi. Uppbygging stofnvega og stórbættar almenningssamgöngur, auk fjölgunar hjóla- og göngustíga…

Skipulag og umhverfismat fyrir 1. lotu Borgarlínu til kynningar

Skipulag og umhverfismat fyrir 1. lotu Borgarlínu til kynningar

Reykjavíkurborg og Kópavogur hafa samþykkt að kynna tillögur að rammahluta aðalskipulags fyrir fyrstu lotu Borgarlínunnar sem er á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Þá hefur Vegagerðin samhliða lagt fram til kynningar umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við þessa fyrstu lotu. Skipulagsgögnin fjalla meðal annars um legu Borgarlínunnar, staðsetningu stöðva og umhverfisáhrif framkvæmda og reksturs…