Þróun Keldnalands – verðlaunaafhending og sýning

Þróun Keldnalands – verðlaunaafhending og sýning

Reykjavíkurborg og Betri samgöngur efndu í upphafi árs til alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands sem er ein sú stærsta sem ráðist hefur verið í hér á landi. Tilgangur samkeppninnar var að leita eftir vönduðum tillögum og teymi til að koma að þeirri vinnu sem framundan er við hönnun og skipulag hverfisins.   Keldnaland er 116…

Upptökur frá málþingi um samgöngur og sjálfbært skipulag

Upptökur frá málþingi um samgöngur og sjálfbært skipulag

Um 250 manns sóttu málþing Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða þann 29. ágúst.   Frummælendur voru þau Maria Vassilakou og Brent Toderian. Maria var varaborgarstjóri í Vínarborg frá 2010 til 2019 og fór fyrir málaflokkum skipulags, samgangna, loftslags, orku og íbúalýðræðis. Brent Toderian, skipulagsfræðingur og borgarþróunarráðgjafi, hefur starfað að borgarþróun…

Útboð vegna Fossvogsbrúar í haust

Útboð vegna Fossvogsbrúar í haust

Fyrirhugað er að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna Fossvogsbrúar nú á haustmánuðum. Fyrst verður boðin út vinna við landfyllingar á Kársnesi og við Nauthólsvík vegna brúarinnar. Áætlanir gera ráð fyrir að vinna við landfyllingar hefjist fyrir áramót og taki um átta mánuði. Í framhaldinu verða framkvæmdir vegna smíði brúarinnar boðnar út og ættu þær að…

Vel sótt málþing um samgöngur og sjálfbært skipulag

Vel sótt málþing um samgöngur og sjálfbært skipulag

Um 250 manns sóttu málþing Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða í Sjálfstæðissalnum á Parliament hótelinu í gær.   Frummælendur og umfjöllunarefni Maria Vassilakou var varaborgarstjóri í Vínarborg frá 2010 til 2019 og fór fyrir málaflokkum skipulags, samgangna, loftslags, orku og íbúalýðræðis. Brent Toderian, skipulagsfræðingur og borgarþróunarráðgjafi, hefur starfað að borgarþróun…

Málþing um samgöngur og sjálfbært skipulag

Málþing um samgöngur og sjálfbært skipulag

Betri samgöngur boða til opins málþings um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða þriðjudaginn 29. ágúst kl. 15 í Sjálfstæðissalnum á Parliament hóteli við Austurvöll, Thorvaldsenstræti 2.   Frummælendur Maria Vassilakou, fyrrum varaborgarstjóri í Vínarborg Brent Toderian, fyrrum skipulagsstjóri Vancouver   Fundarstjóri: Þorsteinn R. Hermannsson, forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum   Öll velkomin, aðgangur…

Framkvæmdir vegna Arnarnesvegar hafnar

Framkvæmdir vegna Arnarnesvegar hafnar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustungu á gröfu að framkvæmdum vegna Arnarnesvegar á miðvikudaginn. Um er að ræða þriðja og síðasta áfanga vegarins, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Áætluð verklok eru haustið 2026.   Í verkinu felst lagning 1,9 km vegkafla frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, tvö hringtorg, tvenn undirgöng, tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi…

Verksamningur undirritaður um Arnarnesveg

Verksamningur undirritaður um Arnarnesveg

Verksamningur hefur verið undirritaður við Loftorku og Suðurverk vegna þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Um er að ræða nýbygginu vegar á um 1,9 km kafla, auk þess sem byggð verða brúarmannvirki og undirgöng. Undirbúningur hefst strax í þessari viku og búist er við að framkvæmdir hefjist um miðjan ágúst.   Markmiðið með framkvæmdinni er…

2,3 km af hjólastígum lagðir í sumar

2,3 km af hjólastígum lagðir í sumar

Um 2,3 km af hjólastígum, sem liggja um tvenn ný undirgöng, verða lagðir á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Framkvæmdirnar eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Stígarnir verða hluti af stofnhjólaleiðum höfuðborgarsvæðisins sem áhersla er lögð á að byggja upp.   Stígar og undirgöng sem verða tilbúin í sumar – Tvístefnu hjólastígur í Elliðaárdal í Reykjavík, sem nær frá…

Nýjar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár

Nýjar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár

Hönnun nýrra göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaár hefur verið kynnt. Meðal annars er um að ræða nýja göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Grænugróf í Víðidal sem fjármögnuð er af Samgöngusáttmálanum. Brýrnar eiga eftir að setja skemmtilegan svip á dalinn og auka notagildi hans.   Brúin verður breið, 6,5 metrar, en á hana setja 10…

Fimm tillögur áfram í samkeppni um Keldnaland

Fimm tillögur áfram í samkeppni um Keldnaland

Fimm tillögur voru valdar áfram í seinna þrep í alþjóðlegri samkeppni um þróun Keldnalands. Fjölþjóðleg dómnefnd samkeppninnar hittist í Reykjavík dagana 8. – 10. maí og fór yfir þær 36 tillögur, sem bárust í fyrra þrep. Það eru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur sem standa fyrir samkeppninni.   Að mati loknu ákvað dómnefnd að bjóða fimm…