Crafting Keldur: Vinningstillaga


Crafting Keldur

Tillagan er byggð á reglubundinni notkun byggðarreita meðfram sannfærandi og raunhæfri leið fyrir Borgarlínu, með vel staðsettum stöðvum og hverfiskjörnum. Með þessu nýtist landið vel og dreifing þéttleikans er sveigjanleg en leiðir eru jafnframt greiðar gegnum byggðina. Sýnt er nokkuð einsleitt form byggðar, sem þó er auðvelt að vinna með og gera fjölbreyttara, án þess að grunnhugmyndinni sé breytt. Á þetta gæti reynt til að tryggja nægt sólarljós og aðlögun að landslaginu. Aukinn þéttleiki var prófaður með því einu að bæta sums staðar hæð ofan á húsin, sem gæti verið nokkur einföldun.

 

Í tillögunni er sett fram ítarlegt og ígrundað net leiða fyrir alla ferðamáta, sem rímar vel við blöndun byggðar og staðsetningu þjónustu. Áætlun um félagslega blöndun er sannfærandi, með stigskiptri nálgun.

 

Sýnd er staðarmótun sem hæfir staðsetningunni og skírskotar til staðhátta, með fjölbreyttum ráðstöfunum til að setja aðlaðandi svip. Heildin ætti að geta lagt grunn að sérstæðu hverfi þar sem gott er að búa. Meðal annars er stungið upp á vistlaug (eco-pool) sem er ef til vill ekki alveg raunhæf vegna sjávarfallanna en hún gæti verið táknræn fyrir aðrar gáskafullar hugdettur.

 

Við frekari úrvinnslu væri rétt að flétta tilraunastöðina að Keldum betur inn í byggðina.

 

Almennt hefur borgarbyggðin mest vægi í tillögunni en gera mætti meira úr því sem fyrir er, til dæmis byggingum og trjágróðri. Grænn geiri mætti líka fá dálítið náttúrulegri lögun.

 

Áfangaskipting er einföld og vel fram sett.

 

Tillagan í heild er sérlega vel fram sett í máli og myndum, með greinargóðum myndgervingum, sem sýna góðan skilning á landslaginu.

 

 

 

 

PDF