Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Hún mun bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og að innra rými verði aðlaðandi. Einnig verður góð lýsing í og við brúna.
Framtíðarlausnin er að Sæbraut verði sett í stokk, eins og Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir. Brúin tengir Snekkjuvogi og Barðavogi í vestri og Tranavogi og Dugguvogi í austri. Tímabundin göngu- og hjólabrú er mikilvægur þáttur til að tryggja umferðaröryggi áður en framkvæmdir stokks byrja og á meðan á framkvæmdum stendur. Brúin verður þannig gerð úr garði að hægt verður að færa hana á meðan á framkvæmdatímanum stendur.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.