Fréttir

Keldnaland 2021-09-11 103 copy

Fimm tillögur áfram í samkeppni um Keldnaland

Fimm tillögur voru valdar áfram í seinna þrep í alþjóðlegri samkeppni um þróun Keldnalands. Fjölþjóðleg dómnefnd samkeppninnar hittist í Reykjavík dagana 8. – 10. maí og fór yfir þær 36 tillögur, sem bárust í fyrra þrep. Það eru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur sem standa fyrir samkeppninni.

 

Að mati loknu ákvað dómnefnd að bjóða fimm efstu teymunum að móta tillögur sínar um þróun Keldnalands frekar. Þau teymi fá greiddar 50.000 evrur til að setja fram áhugaverða og raunsæja hugmynd að nýju þéttbyggðu, fjölbreyttu og kolefnishlutlausu hverfi, sem verður vel tengt innan borgarinnar og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Vinnu á öðru þrepi lýkur 18. ágúst 2023.

 

Nafnleynd hvílir yfir samkeppninni og ekki verður ljóst hver eru að baki tillögunum fyrr en endanlegar niðurstöður liggja fyrir í september. Farið verður í frekari skipulagsvinnu á grunni áhugaverðustu hugmyndarinnar strax að samkeppninni lokinni.

 

Frekari upplýsingar um samkeppnina má nálgast hér.