Fréttir

0426052-Aldaminni

Fossvogsbrú kynnt

Úrslit hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú voru kynnt í morgun. Fossvogsbrú mun tengja Kársnes í Kópavogi og Vatnsmýri í Reykjavík og þjóna Borgarlínunni og gangandi og hjólandi umferð. Kostnaðaráætlun frumdraga fyrstu lotu Borgarlínunnar gerði ráð fyrir að kostnaður við brúnna með landfyllingu yrði 2.625 milljónir króna. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun hefja akstur um brúnna um mitt ár 2025. Árið 2034 er gert ráð fyrir að um 11.700 manns muni fara yfir brúnna daglega bara með Borgarlínunni.

 

Vinningstillagan heitir Alda og kemur frá verkfræðistofunni EFLU. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Borgarlínunnar.