Fréttir

hopurminni

Framkvæmdir vegna Arnarnesvegar hafnar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustungu á gröfu að framkvæmdum vegna Arnarnesvegar á miðvikudaginn. Um er að ræða þriðja og síðasta áfanga vegarins, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Áætluð verklok eru haustið 2026.

 

Í verkinu felst lagning 1,9 km vegkafla frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, tvö hringtorg, tvenn undirgöng, tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og samtals 2,5 km göngu- og hjólastígar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi, stytta ferðatíma og létta á umferð við Vatnsendaveg.

 

Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum og er samstarfsverkefni Betri samgangna Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, ohf., Veitna og Mílu. Verktakar eru Loftorka og Suðurverk. Eftirlit er í höndum VSB.