Fréttir

Mannvirkin farin að taka á sig mynd
Oct 22, 2025

Mannvirkin farin að taka á sig mynd

Framkvæmdir við nýjan Arnarnesveg eru í fullum gangi og mannvirkin við Breiðholtsbraut og í Elliðaárdal, sem eru hluti af því verki, eru farin að taka á sig endanlega mynd. Vinna er langt komin við uppsetningu undirsláttar og járnbendingu fyrir brúardekk brúar yfir Breiðholtsbraut. Þá er brúin yfir Dimmu nánast tilbúin.

Lesa meira
Opnun tilboða í smíði Fossvogsbrúar
Oct 1, 2025

Opnun tilboða í smíði Fossvogsbrúar

Tilboð í smíði Fossvogsbrúar voru opnuð síðdegis í gær og bárust tvö tilboð í verkið. Betri samgöngur buðu brúarsmíðina út á Evrópska efnahagssvæðinu í maí síðastliðnum en fyrri hluti framkvæmda, gerð sjóvarna og landfyllinga á Kársnesi í Kópavogi og í Reykjavík, hefur staðið yfir síðan í janúar 2025.

Lesa meira
Sex ára sáttmáli
Sep 26, 2025

Sex ára sáttmáli

,,Það getur verið erfitt að hugsa 15 ár fram í tímann þegar maður situr fastur í umferðinni. Það tekur tíma að finna lausnir sem breið sátt er um, fjármagna þær, fara með þær í gegnum hönnunar- og skipulagsferli og hrinda í framkvæmd," segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, í grein sem hann skrifar í tilefni þess að í dag, 26. september, eru sex ár síðan skrifað var undir Samgöngusáttmálann.

Lesa meira