„Oft skapast pólítískur hvati til yfirvegaðs vanmats á kostnaði framkvæmda“
Norðmenn hafa náð eftirtektarverðum árangri í að minnka framúrkeyrslu kostnaðar- og tímaáætlana opinberra framkvæmda og á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands í dag kynnti sérfræðingur norska fjármálaráðuneytisins hvernig það tókst. Mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu við risaframkvæmdir hins opinbera var rædd þar undir yfirskriftinni „Risaverkefni - Stærð skiptir máli“. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, sagði að breyta þurfi hugarfari og leikreglum þannig að verkefni séu nálguð með faglegum hætti og að pólitísk strategía hafi sem minnst áhrif.
Lesa meira