Fréttir

„Oft skapast pólítískur hvati til yfirvegaðs vanmats á kostnaði framkvæmda“
Feb 20, 2025

„Oft skapast pólítískur hvati til yfirvegaðs vanmats á kostnaði framkvæmda“

Norðmenn hafa náð eftirtektarverðum árangri í að minnka framúrkeyrslu kostnaðar- og tímaáætlana opinberra framkvæmda og á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands í dag kynnti sérfræðingur norska fjármálaráðuneytisins hvernig það tókst. Mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu við risaframkvæmdir hins opinbera var rædd þar undir yfirskriftinni „Risaverkefni - Stærð skiptir máli“. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, sagði að breyta þurfi hugarfari og leikreglum þannig að verkefni séu nálguð með faglegum hætti og að pólitísk strategía hafi sem minnst áhrif.

Lesa meira
Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki
Feb 13, 2025

Áhrifum framkvæmda við Fossvogsbrú á starfsemi Reykjavíkurflugvallar haldið í lágmarki

Vegna nálægðar framkvæmdasvæðis við landfyllingar og smíði Fossvogsbrúar við Reykjavíkurflugvöll, þá sérstaklega flugbraut 01/19, hafa samskipti og samráð Isavia Innanlandsflugvalla ehf. og Verkefnastofu Borgarlínu staðið yfir í nokkur ár. Samstarfið hefur falið í sér reglulega fundi þar sem farið var yfir öryggissvæði flugvallarins, færslur lóðamarka og flugvallargirðinga sem og vinnu nærri hindrunarflötum í aðflugs- og brottflugsstefnu flugbrautar 01/19. Einu framkvæmdirnar sem munu rjúfa hindrunarfleti flugvallarins eru þegar brúarstólpar og brúarbitar verða hífðir með 60m háum krana á fljótandi pramma. Samkvæmt áætlun hönnuða munu þessar hífingar standa yfir í samtals níu daga.

Lesa meira
Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu
Jan 31, 2025

Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu

Áætlað er að bjóða út verklegar framkvæmdir fyrir 264,2 milljarða króna á þessu ári fyrir opinbera aðila sem er næstum tvöfalt meira en áform síðasta árs. Þetta kom fram á Útboðsþingi SI og Mannvirkis sem haldið var í gær. Þrír verkkaupar, Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir og Nýr Landspítali standa fyrir um 90% aukningarinnar. Áætluð úboð Betri samgangna á árinu nema um átta milljörðum króna.

Lesa meira