Fréttir

Viðburðarík samgönguvika framundan
Sep 15, 2025

Viðburðarík samgönguvika framundan

Samgöngur fyrir öll er þema Evrópsku samgönguvikunnar sem hefst á morgun 16. september en frá árinu 2002 hafa sveitarfélög á Íslandi hafa tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu til að ýta undir sjálfsbærar samgöngur. Fjölmargir viðburðir verða haldnir, þar á meðal spennandi málþing í Ráðhúsinu í Reykjavík á fimmtudag, Auðlindahringur verður hjólaður frá Elliðaárstöð og svokallað Aðgengistroll verður haldið á Akureyri.

Lesa meira
Niðurstöður umhverfismatsskýrslu til kynningar
Aug 29, 2025

Niðurstöður umhverfismatsskýrslu til kynningar

Umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar, ásamt hluta af 3. lotu Borgarlínu milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka, voru rædd á opnum kynningarfundi fyrr í vikunni. Með breytingum á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verður ljósastýring við gatnamótin afnumin og leið Borgarlínu komið fyrir í sérrými. Umhverfismatsskýrslan er nú til kynningar hjá Skipulagsstofnun.

Lesa meira
Opið hús um skipulag Keldnalands og gönguferð
Aug 22, 2025

Opið hús um skipulag Keldnalands og gönguferð

Skipulagsvinna á Keldnalandi í Reykjavík er í fullum gangi og í næstu viku verða haldin opin hús vegna kynningar á vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Keldna og nágrennis. Kynningin verður í bókasafninu á tilraunastofunni að Keldum.

Lesa meira