
Borgarlínan unnin í bútum til að lágmarka rask
Framkvæmdir við Borgarlínuna hófust eins og kunnugt er í upphafi árs með gerð landfyllinga fyrir fyrirhugaða Fossvogsbrú. Næsta vor og sumar er áætlað að framkvæmdir hefjist jafnframt við fjóra leggi Borgarlínunnar annars staðar í borginni. Borgarlínan er stórt langtímaverkefni og til að koma í veg fyrir of mikið rask á samgöngum verður verkefnið bútað niður þannig að ekki verður farið í langa kafla í einu en framkvæmdatíminn er áætlaður til ársins 2031. Þetta kemur fram í umfjöllun um Borgarlínuna sem lesa má hér fyrir neðan og birtist í nýjasta tölublaði Sóknarfæra.
Lesa meira
