Fréttir

Ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins
Jan 23, 2026

Ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins

Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. en hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. frá janúar 2021. Þar hefur Davíð leitt uppbyggingu Borgarlínunnar og annarra verkefna sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Í fréttatilkynningu segir að Davíð hafi verið valinn úr hópi 23 umsækjenda og muni hefja störf á næstu dögum.

Lesa meira
Borgarlínan við HR og Nauthólsveg
Jan 19, 2026

Borgarlínan við HR og Nauthólsveg

Áætlað er að framkvæmdir vegna Borgarlínu hefjist við Nauthólsveg og HR í vor og er verkhönnun á lokastigi. Breytingar voru gerðar á deiliskipulagi HR og nýtt deiliskipulag gert fyrir Borgarlínu um Nauthólsveg. Margvíslegt samráð hefur verið haft við hagaðila og hefur HR, stærsti vinnustaðurinn á svæðinu, fagnað tilkomu Borgarlínu og talið aukningu á umferð hjólandi falla vel að stefnu sinni.

Lesa meira
Fimm fyrirtæki áhugasöm um að útvega Borgarlínutré
Jan 15, 2026

Fimm fyrirtæki áhugasöm um að útvega Borgarlínutré

Markmið Borgarlínu er ekki eingöngu að koma á afkastamiklu kerfi almenningssamgangna með hærra þjónustustigi heldur er hluti af forsendum verkefnisins að bæta ásýnd göturýma. Lögð er áhersla á grænt yfirbragð þeirra með því að hafa trjágróður í göturýminu sjálfu. Betri samgöngur gerðu nýlega markaðskönnun til að undirbúa innkaup á trjám fyrir 1. lotu Borgarlínu og bárust svör frá fimm áhugasömum fyrirtækjum.

Lesa meira