
Ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins
Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. en hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. frá janúar 2021. Þar hefur Davíð leitt uppbyggingu Borgarlínunnar og annarra verkefna sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Í fréttatilkynningu segir að Davíð hafi verið valinn úr hópi 23 umsækjenda og muni hefja störf á næstu dögum.
Lesa meira
