Niðurstöður umhverfismatsskýrslu til kynningar
Umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar, ásamt hluta af 3. lotu Borgarlínu milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka, voru rædd á opnum kynningarfundi fyrr í vikunni. Með breytingum á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verður ljósastýring við gatnamótin afnumin og leið Borgarlínu komið fyrir í sérrými. Umhverfismatsskýrslan er nú til kynningar hjá Skipulagsstofnun.
Lesa meira