
Breiðholtsbraut lokuð um helgina vegna steypuvinnu
Hluta Breiðholtsbrautar, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokað fyrir allri umferð um helgina á meðan steypuvinna Vegagerðarinnar fer fram við nýja brú yfir Breiðholtsbraut. Þetta er gert til að að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokunin verður frá klukkan 1 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 5 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur.
Lesa meira
