Fréttir

Breiðholtsbraut lokuð um helgina vegna steypuvinnu
Nov 6, 2025

Breiðholtsbraut lokuð um helgina vegna steypuvinnu

Hluta Breiðholtsbrautar, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokað fyrir allri umferð um helgina á meðan steypuvinna Vegagerðarinnar fer fram við nýja brú yfir Breiðholtsbraut. Þetta er gert til að að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokunin verður frá klukkan 1 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 5 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur.

Lesa meira
Mannvirkin farin að taka á sig mynd
Oct 22, 2025

Mannvirkin farin að taka á sig mynd

Framkvæmdir við nýjan Arnarnesveg eru í fullum gangi og mannvirkin við Breiðholtsbraut og í Elliðaárdal, sem eru hluti af því verki, eru farin að taka á sig endanlega mynd. Vinna er langt komin við uppsetningu undirsláttar og járnbendingu fyrir brúardekk brúar yfir Breiðholtsbraut. Þá er brúin yfir Dimmu nánast tilbúin.

Lesa meira
Opnun tilboða í smíði Fossvogsbrúar
Oct 1, 2025

Opnun tilboða í smíði Fossvogsbrúar

Tilboð í smíði Fossvogsbrúar voru opnuð síðdegis í gær og bárust tvö tilboð í verkið. Betri samgöngur buðu brúarsmíðina út á Evrópska efnahagssvæðinu í maí síðastliðnum en fyrri hluti framkvæmda, gerð sjóvarna og landfyllinga á Kársnesi í Kópavogi og í Reykjavík, hefur staðið yfir síðan í janúar 2025.

Lesa meira