Göngubrúin yfir Sæbraut komin í notkun
Ný göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut hefur nú verið opnuð en allt kapp var lagt á að brúin yrði tilbúin áður en skólastarf hæfist. Brúin bætir umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir nemendur í Vogaskóla. Lyftur eru við báða enda sem tryggja gott aðgengi fyrir öll.
Lesa meira