Viðburðarík samgönguvika framundan
Samgöngur fyrir öll er þema Evrópsku samgönguvikunnar sem hefst á morgun 16. september en frá árinu 2002 hafa sveitarfélög á Íslandi hafa tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu til að ýta undir sjálfsbærar samgöngur. Fjölmargir viðburðir verða haldnir, þar á meðal spennandi málþing í Ráðhúsinu í Reykjavík á fimmtudag, Auðlindahringur verður hjólaður frá Elliðaárstöð og svokallað Aðgengistroll verður haldið á Akureyri.
Lesa meira