
Mannvirkin farin að taka á sig mynd
Framkvæmdir við nýjan Arnarnesveg eru í fullum gangi og mannvirkin við Breiðholtsbraut og í Elliðaárdal, sem eru hluti af því verki, eru farin að taka á sig endanlega mynd. Vinna er langt komin við uppsetningu undirsláttar og járnbendingu fyrir brúardekk brúar yfir Breiðholtsbraut. Þá er brúin yfir Dimmu nánast tilbúin.
Lesa meira
