
Verksamningur undirritaður um smíði Fossvogsbrúar
Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu í dag undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7.661 m.kr. Samningurinn var undirritaður rafrænt í Fossvogi þar framkvæmdir standa nú yfir við gerð landfyllinga fyrir brúna, af Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna og Karli Andreassen, forstjóra Ístaks.
Lesa meira
