Fréttir

Skipulag og umhverfismat fyrir 1. lotu Borgarlínu til kynningar
Nov 14, 2024

Skipulag og umhverfismat fyrir 1. lotu Borgarlínu til kynningar

Reykjavíkurborg og Kópavogur hafa samþykkt að kynna tillögur að rammahluta aðalskipulags fyrir fyrstu lotu Borgarlínunnar sem er á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Vegagerðin samhliða lagt fram til kynningar umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við þessa fyrstu lotu.

Lesa meira
Framkvæmdir að hefjast fyrir langþráða Fossvogsbrú
Nov 6, 2024

Framkvæmdir að hefjast fyrir langþráða Fossvogsbrú

Framkvæmdir að hefjast fyrir Fossvogsbrú. Vegagerðin hefur boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog fyrir hönd Betri samgangna.

Lesa meira
Jarðgöng undir Miklubraut betri kostur en stokkur
Oct 18, 2024

Jarðgöng undir Miklubraut betri kostur en stokkur

Jarðgöng eru hagkvæmari lausn fyrir Miklubraut en stokkur og mælt er með því að taka þau áfram á forhönnunarstig. Þetta er niðurstaða svokallaðrar frumdragaskýrslu, sem er fyrsta stig hönnunar. Skoðað var hvort væri betra að setja Miklubraut í rúmlega 1,8 km langan stokk frá Snorrabraut að Kringlunni eða gera jarðgöng frá Snorrabraut austur fyrir Grensás sem yrðu 2,8 km löng. Talið er að gerð ganganna tæki 4-5 ár og er áætlaður kostnaður 53,7 milljarðar kr. á verðlagi í nóvember 2023. Arðsemi jarðganga undir Miklubraut er áætluð tæp 9% og ábati yfir 40 ára tímabili er metinn um 48 milljarðar króna.

Lesa meira