Fréttir

Fimm fyrirtæki áhugasöm um að útvega Borgarlínutré
Jan 15, 2026

Fimm fyrirtæki áhugasöm um að útvega Borgarlínutré

Markmið Borgarlínu er ekki eingöngu að koma á afkastamiklu kerfi almenningssamgangna með hærra þjónustustigi heldur er hluti af forsendum verkefnisins að bæta ásýnd göturýma. Lögð er áhersla á grænt yfirbragð þeirra með því að hafa trjágróður í göturýminu sjálfu. Betri samgöngur gerðu nýlega markaðskönnun til að undirbúa innkaup á trjám fyrir 1. lotu Borgarlínu og bárust svör frá fimm áhugasömum fyrirtækjum.

Lesa meira
Borgarlínan unnin í bútum til að lágmarka rask
Dec 22, 2025

Borgarlínan unnin í bútum til að lágmarka rask

Framkvæmdir við Borgarlínuna hófust eins og kunnugt er í upphafi árs með gerð landfyllinga fyrir fyrirhugaða Fossvogsbrú. Næsta vor og sumar er áætlað að framkvæmdir hefjist jafnframt við fjóra leggi Borgarlínunnar annars staðar í borginni. Borgarlínan er stórt langtímaverkefni og til að koma í veg fyrir of mikið rask á samgöngum verður verkefnið bútað niður þannig að ekki verður farið í langa kafla í einu en framkvæmdatíminn er áætlaður til ársins 2031. Þetta kemur fram í umfjöllun um Borgarlínuna sem lesa má hér fyrir neðan og birtist í nýjasta tölublaði Sóknarfæra.

Lesa meira
Verksamningur undirritaður um smíði Fossvogsbrúar
Nov 20, 2025

Verksamningur undirritaður um smíði Fossvogsbrúar

Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu í dag undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7.661 m.kr. Samningurinn var undirritaður rafrænt í Fossvogi þar framkvæmdir standa nú yfir við gerð landfyllinga fyrir brúna, af Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna og Karli Andreassen, forstjóra Ístaks.

Lesa meira