Fréttir

Framkvæmdir hafnar fyrir Fossvogsbrú
Jan 17, 2025

Framkvæmdir hafnar fyrir Fossvogsbrú

Framkvæmdir vegna Fossvogsbrúar, sem er fyrsta stóra verkefnið í tengslum við Borgarlínuna, hófust formlega í dag. Nýr samgönguráðherra, Eyjólfur Ármannsson, tók fyrstu skóflustunguna að framkvæmdinni, ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna, Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra Reykjavíkur og Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, á Kársnesi í Kópavogi.

Lesa meira
Framkvæmdir hefjast vegna Fossvogsbrúar á næstu dögum
Jan 10, 2025

Framkvæmdir hefjast vegna Fossvogsbrúar á næstu dögum

Verksamningur vegna landfyllinga og sjóvarna tengdum byggingu brúar yfir Fossvog var undirritaður af forstjóra Vegargerðarinnar og forstjóra Gröfu og grjóts í dag. Framkvæmdin er hluti af 1.lotu Borgarlínunnar og verklok áætluð í nóvember 2026.

Lesa meira
Mót ára og tíma
Dec 30, 2024

Mót ára og tíma

„Það getur tekið á taugarnar að vera óþolinmóður að eðlisfari og vinna í jafn miklum langtímaverkefnum og fjárfestingar í samgönguinnviðum eru. Þrjú hönnunarstig og langt skipulagsferli, mat á umhverfisáhrifum svo ekki sé talað um sjálfar framkvæmdirnar. Allt þetta svo gert í samstarfi við fjölmargra opinbera aðila og einkaaðila. Að vinnudegi loknum finnst manni stundum eins og lítið hafi breyst frá morgni. Margt hefði mátt ganga betur og hraðar, en á þessum tímamótum er rétt að líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áorkast og hvað mætti betur fara.“

Lesa meira