Fréttir

borgarlinan-hamraborg-1000x525

Frumdrög Borgarlínunnar um Hamraborg boðin út

Vinna við frumdrög Borgarlínunnar um Hamraborg eftir Hafnarfjarðarvegi hafa verið boðin út. Verkefnið felur í sér að útfæra legu Borgarlínunnar og stöðva, gera tillögu að leiðum fyrir gangandi vegfarendur og gera drög að kostnaðaráætlun.

 

Hamraborg er mikilvæg samgöngumiðstöð, sem tengir alla ferðamáta og verður tengipunktur í leiðaneti Borgarlínunnar og Strætó. Hamraborg tengir einnig þrjár af sex lotum Borgarlínunnar. Svæðið nær frá sveitarfélagamörkum við Reykjavík að sveitarfélagamörkum við Garðabæ. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og verða tilboð opnuð 6. júní 2023.

 

Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar.