Fréttir

IMG_0443

Hjólað í vinnuna hófst í dag

Átakið Hjólað í vinnuna hófst í morgun og stendur til 27.maí en þetta er í 23. sinn sem fólk er hvatt til að hvíla bílinn á leið til vinnu og taka fram hjólið sér til heilsubótar. Setningarhátíð var haldin í Ráðhúsinu í morgun og enn er hægt að skrá sig til þátttöku á hjoladivinnuna.is Nú Síðdegis höfðu tæplega 2600 hjólreiðamenn búnir að skrá sig til keppni.
 
Starfsfólk Betri samgangna og Borgarlínunnar skellti sér í hjóltúr um höfuðborgarsvæðið í tilefni dagsins. Um 13% af fjármagni Samgöngusáttmálans er varið í uppbyggingu á stígakerfi fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Samkvæmt áætlun verða lagðir 100 km af stígum vítt og breitt um sveitarfélögin sex sem eiga aðild að sáttmálanum. Nú þegar hefur verið lokið við 20 km og í sumar verða framkvæmdir á nokkrum stöðum, þar með talið við undirgöng og brýr.
 

 
Sífellt fleiri velja hjólið sem sitt aðal farartæki. Virkir ferðamátar eru umhverfisvænir, heilsubætandi og koma sér vel vilji fólk forðast umferðarteppur á álagstímum.
 

 

Hjóla- og göngubrúin yfir Grænugróf í Elliðaárdal í Reykjavík.