Fréttir

Arnarnesvegur yfirlitsmynd 3

Lægsta boð 720 milljónum undir áætlun

Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við Arnarnesveg í gær. Lægsta boð hljóðaði upp á um 5,4 milljarða og var því um 720 milljónum lægra en áætlun gerði ráð fyrir sem var 6,2 milljarðar. Verkið felst í gerð lokaáfanga Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi.

 

Í verkinu eru einnig tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi umferð, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna. Það er samstarfsverkefni Betri samgangna, Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Veitna og Mílu.

 

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Vegagerðarinnar.