Niðurstaða dómnefndar


Niðurstaða dómnefndar

 

Dómnefnd hefur metið tillögurnar fimm sem valdar voru til þátttöku í seinna þrepi samkeppninnar um þróun Keldnalands, sem Reykjavíkurborg og Betri samgöngur efndu til í janúar 2023.

 

Niðurstaðan, með ákvörðun um vinningstillögu og að tvær aðrar hljóti viðurkenningu, er mikilvægur áfangi í þróunarferli Keldnalands. Tillögurnar 36 sem kepptu í fyrra þrepi og þær fimm sem voru unnar lengra á seinna þrepi fela í sér ítarlega rannsókn á viðfangsefnum og tækifærum svæðisins í ljósi metnaðarfullra markmiða. Það má því stíga næstu þróunarskref óhikað með verðlaunaða og viðurkenndar tillögur að leiðarljósi.

 

Mikilvægt er að hafa í huga að nálgunin í tillögunum og myndefni í þeim þarfnast töluverðrar úrvinnslu og mun breytast í áframhaldandi skipulagningu og hönnun, áður en framkvæmdir geta hafist. Við erum, í stuttu máli, bara við endann á byrjuninni.

 

Markmiðin, sem voru sett fram í upphafi í keppnislýsingu, endurspegla meiri metnað en áður hefur sést við mótun borgarhverfis á Íslandi. Hugsanlega verður litið á einhver þeirra með tortryggni, til dæmis þau sem snúa að kolefnishlutleysi og raunverulegri fjölbreytni í ferðamátum, í borg þar sem íbúar eru háðir einkabílnum og byggðin er fremur dreifð miðað við íbúafjölda. Eftir skoðun á tillögunum telur dómnefndin þó enn raunhæfara en áður að markmiðin náist og Keldnaland verði mikilvægt fordæmi við mótun annarra nýrra hverfa.

 

Nafnleynd ríkti við mat á tillögunum í báðum þrepum. Samanlagður stigafjöldi fyrir nálgun við markmiðin 14 réði úrslitum um röð tillagnanna. Úrslitin eru sem hér segir:

 

 

Eins og stigafjöldinn gefur til kynna er vinningstillagan gagnlegasti útgangspunkturinn fyrir þróunarferlið framundan. Að auki má finna í viðurkenndu tillögunum áhugaverðar og ólíkar nálganir, sem geta betrumbætt endanlega útkomu. Það á ekki síst við um svarið við þeirri spurningu hvernig koma megi fyrir samfélagi og borgarbyggð með ólíkum húsagerðum á áður óbyggðu landi með erfiða lögun og hvernig flétta megi náttúrugæði staðarins inn í byggðina.

 

Crafting Keldur: Vinningstillaga
Aðrar tillögur