Fréttir

FOJAB_Keldur Borgarlína Square Canal Quarters

Opið hús um skipulag Keldnalands og gönguferð

Framundan er mikilvæg uppbygging á Keldnalandi og markmiðið að þar rísi spennandi nútímahverfi sem byggir á vistvænum samgöngum. Skipulagsvinna er í fullum gangi og í næstu viku verða haldin opin hús vegna kynningar á vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Keldna og nágrennis.
 
Kynningin verður í bókasafninu á Keldum, Keldnavegi 3, á eftirfarandi dögum:

 
Boðið verður uppá göngu um græn svæði í jaðri uppbyggingarsvæðisins undir leiðsögn Þórólfs Jónssonar, deildarstjóra náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta kynnt sér vinnslutillöguna ásamt þróunaráætlun Keldnalands og öðrum fylgigögnum. Starfsfólk og ráðgjafar verða á staðnum til að svara spurningum.
 
Kynningarmyndbönd
Til þess að auðvelda fólki að kynna sér málið er búið að gera myndband um vinningstillöguna annars vegar og hins vegar myndband um heildarhugmyndina um hverfið sjálf.
 

Keldnaland er byggt upp í samvinnu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna.
 

 

Keldnaland verður þétt, fjölbreytt og grænt borgarhverfi sem nýtur góðs af nálægð við náttúruna, góðum almenningssamgöngum og áherslu á fjölbreytta ferðamáta. Borgarlínan mun fara um svæðið sem þýðir fleiri valkosti fyrir íbúa með auknum lífsgæðum og góðri þjónustu. Íbúar eiga að geta lifað sjálfbæru og heilbrigðu hversdagslífi með grænum svæðum, hverfisgörðum og torgum en markmiðið er lifandi borgarumhverfi.
 

 
Skipulagstillagan og fylgigögn eru aðgengileg á skipulagsgatt.is, mál nr. 1133/2024. Athugasemdir og ábendingum er skilað á skipulagsgáttinni eigi síðar en 10. september 2025.
 

 
Nánari upplýsingar má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.