Borgarlínan
Borgarlínan
Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að 42% fjárfestinga hans séu í hágæða almenningssamgöngukerfi sem nefnist Borgarlínan. Framkvæmdunum verður skipt upp í sex lotur. Að neðan má sjá frekari upplýsingar um hverja og eina þeirra ásamt áætluðum fjárfestingum Betri samgangna í samræmi við Samgöngusáttmálann. Auk þeirra er gert ráð fyrir tengdum fjárfestingum af hálfu sveitarfélaganna á hverjum stað. Upplýsingar eru uppfærðar í júní og desember ár hvert.
Lotur
Lota 1
Frumdrög: 2019-2020
Hönnun: 2020-2028
Framkvæmd: 2024-2031
Áætlaður kostnaður: 47,5 ma.kr. (Q3 2024)
Ártúnshöfði – Hlemmur – Hamraborg
Lota 2
Frumdrög: 2025
Hönnun: 2026-2030
Framkvæmd: 2030-2032
Áætlaður kostnaður: 7,4 ma.kr. (Q3 2024)
Hamraborg – Lindir
Lota 3
Frumdrög: 2025
Hönnun: 2026-2029
Framkvæmd: 2029-2031 og 2033-2036
Áætlaður kostnaður: 17,1 ma.kr. (Q3 2024)
Mjódd – BSÍ
Lota 4
Frumdrög: 2025
Hönnun: 2031
Framkvæmd: 2031-2035
Áætlaður kostnaður: 19,8 ma.kr. (Q3 2024)
Fjörður – Miklabraut
Lota 5
Frumdrög: 2025
Hönnun: 2033
Framkvæmd: 2033-2035
Áætlaður kostnaður: 11,7 ma.kr. (Q3 2024)
Ártún – Spöng
Lota 6
Frumdrög: 2024-2025
Hönnun: 2027
Framkvæmd: 2028-2033
Áætlaður kostnaður: 16,3 ma.kr. (Q3 2024)