Stofnvegir

hjola_og_gongustigar_a-1

Stofnvegir

Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að 45% fjárfestinga hans séu í ellefu stofnvegaframkvæmdum. Til hægri má sjá yfirlitskort og að neðan frekari upplýsingar um hverja og eina þeirra. Upplýsingar eru uppfærðar í júní og desember ár hvert.

Verkefni

Vesturlandsvegur: Skarhólabraut – Hafravatnsvegur

Breikkun úr 2+1 akreinum í 2+2 akreinar á um 1,1 km.

Frumdrög: Lokið Hönnun: Lokið Framkvæmd: Lokið Áætlaður kostnaður: 970 m.kr.

Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur – Krísuvíkurvegur

Aðskilnaður akstursstefna á 3,2 km með tveimur akreinum í hvora átt.

Frumdrög: Lokið Hönnun: Lokið Framkvæmd: Lokið Áætlaður kostnaður: 3.070 m.kr.

Suðurlandsvegur: Bæjarháls – Vesturlandsvegur

Breikkun í fjórar akreinar á um 1 km.

Frumdrög: Lokið Hönnun: Lokið Framkvæmd: Lokið Áætlaður kostnaður: 590 m.kr.

Suðurlandsvegur: Norðlingavað – Bæjarháls

Verkefnið var fellt úr Samgöngusáttmálanum við uppfærslu hans 2024.

Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg

Mislæg gatnamót með frjálsu flæði umferðar af Reykjanesbraut á Bústaðaveg. Vinstri beygja af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut verður aflögð.

Frumdrög: 2021-2023 Hönnun: 2025-2026 Framkvæmd: 2028-2030 Áætlaður kostnaður: 2.500 m.kr. (Q3 2024)

Arnarnesvegur – Breiðholtsbraut

Framlenging Arnarnsvegar að Breiðholtsbraut.

Frumdrög: Lokið Hönnun: Lokið Framkvæmd: 2023-2026 Áætlaður kostnaður: 8.000 m.kr. (Q3 2024)

Sæbrautarstokkur

Um 850 m langur stokkur og mislæg þverun við Súðarvog og Skeiðarvog/Skarhólabraut.

Frumdrög: Lokið Hönnun: 2023-2026 Framkvæmd: 2027-2030 Áætlaður kostnaður: 25.200 m.kr. (Q3 2024)

Miklabrautargöng

Um 2.800 m löng göng frá Skeifu vestur fyrir Snorrabraut/Bústaðaveg með tengigöngum við Kringlumýrarbraut til suðurs við Bústaðaveg.

Frumdrög: 2023-2024 Hönnun: 2026-2032 Framkvæmd: 2033-2040 Áætlaður kostnaður: 54.700 m.kr. (Q3 2024)

Reykjanesbraut: Álftanesvegur – Lækjargata

Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar við Lækjargötu, Fjarðahraun og Álftanesveg. Samanburður við möguleg jarðgöng frá Lækjargötu að Álftanesvegi greind til samanburðar sem möguleg lausn.

Frumdrög: 2021-2024 Hönnun: 2025-2028 Framkvæmd: 2028-2032 Áætlaður kostnaður: 20.100 m.kr. (Q3 2024)

Garðabæjarstokkur

Hafnarfjarðarvegur settur í 450 m langan stokk og mislægar þveranir við Vífilstaðaveg og Lyngás.

Frumdrög: 2027 Hönnun: 2031-2032 Framkvæmd: 2031-2036 Áætlaður kostnaður: 12.800 m.kr. (Q3 2024)

Undirgöng á Reykjanesbraut í Kópavogi

Undirgöng

Frumdrög: Lokið Hönnun: Lokið Framkvæmd: Lokið Áætlaður kostnaður: 100 m.kr.