Fréttir

betri_samgongur_adalfundur_2024_ragnhildur

Ragnhildur Hjaltadóttir nýr stjórnarformaður

Ragnhildur Hjaltadóttir, fyrrum ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu, er nýr stjórnarformaður Betri samgangna. Hún tekur við af Árna M. Mathiesen fyrrum fjármálaráðherra sem verið hefur stjórnarformaður frá stofnun fyrirtækisins 2020. Að öðru leyti er stjórn óbreytt en hana skipa auk Ragnhildar, Ólöf Örvarsdóttir varaformaður, Ásthildur Helgadóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson. Þetta er meðal niðurstaðna aðalfundar Betri samgangan sem haldinn var í dag.

 

Fjárfest fyrir 3,5 milljarða árið 2023
Fram kom í máli Davíðs Þorlákssonar framkvæmdastjóra að fjárfestingar í samgönguinnviðum í fyrra hefðu verið 1,1 milljarður í stofnvegum, 1,3 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 600 milljónir í hjóla-, og göngstígum og undirgöngum og 500 milljónir og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum og umferðarljóstastýringu, alls 3,5 milljarðar. Frá gildistöku Samgöngusáttmálans hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngstígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum.

 

Rekstrargjöld Betri samgangna voru 226 milljónir árið 2023 og fjármunatekjur 329 milljónir þannig að rekstrarniðurstaða var jákvæð um 103 milljónir, samanborið við neikvæða niðurstöðu um 37 milljónir árið áður. Eignir voru 25,2 milljarðar í árslok, samanborið við 21,6 milljarða í lok árs 2022. Hlutafé var óbreytt, 15 milljarðar, þannig að skuldir voru 10,2 milljarðar, samanborið við 6,6 milljarða árið áður. Handbært fé um áramótin var 3,1 milljarður, samanborið við 2,5 milljarða á sama tíma árið áður.

 

Frekari upplýsingar:

Ársreikningur

Skýrsla stjórnar