Fréttir

Kársnes

Rammasamningur um verkframkvæmdir Borgarlínunnar

Betri samgöngur hafa auglýst eftir tilboðum í gerð rammasamnings um uppbyggingu innviða fyrir Borgarlínuna. Helstu verkþættir eru gatnagerð, jarðvinna, veituframkvæmdir, blágrænar ofanvatnslausnir, gangstéttagerð, landmótum, uppsetning lýsingar og umferðarmerkja og aðrir verkþættir eru nauðsynlegir í tengslum við gerð Borgarlínu.
 

Stefnt er að því að semja við allt að sjö bjóðendur til fjögurra ára með heimild til framlengingar um fjögur ár til viðbótar, eitt ár í senn. Nánari lýsing á Borgarlínunni, rammasamningi og fyrirhuguðum framkvæmdum er að finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvef verkkaupa. Útboðsvefur – Borgarlínan Rammasamningur
Áður en til úthlutunar verkefna kemur verður gerð ítarleg verklýsing fyrir hvert verkefni þar sem verður að finna nánari lýsingu á einstökum verkþáttum og tilboðsskrá.
 
Borgarlínan varðar hagsmuni fjölmargra og því er lögð áhersla á að framkvæmdir verði unnar af nærgætni og í öflugu samstarfi við eigendur fyrirtækja, íbúa, veitufyrirtæki og aðra aðila sem málið varðar. Nauðsynlegt er að framkvæmdum verði hagað með það að markmiði að lágmarka röskun, tryggja öryggi og uppfylla ströng fagleg gæðaviðmið. Skilvirk áætlanagerð og samhæfing allra aðila verður mikilvægur hluti af skyldum verktaka. Áætlað heildar umfang rammasamningsins á samningstímanum er um 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts.

 
Kynningarfundur
Væntanlegum bjóðendum gefst kostur að sækja kynningarfund um verkefni Borgarlínu sem falla fundir rammasamning sem haldinn verður þriðjudaginn 6. maí 2025 kl. 15 á skrifstofu Betri samgangna í Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. Bjóðendur skulu tilkynna komu sína á netfangið sigurdur@betrisamgongur.is fyrir dagslok 5. maí 2025.