Þorsteinn R. Hermannsson, forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum var í viðtali við hlaðvarpið Leitina að peningunum sem Umboðsmaður skuldara heldur úti. Þar kemur m.a. fram að samgöngur séu þriðji stærsti útgjaldaliður heimilanna á eftir húsnæði og matvælum. Áætlað er að meðalkostnaður við rekstur bíls sé um 120 þúsund krónur á mánuði. Það sé því til mikils að vinna ef hægt er t.d. að fækka bílum á heimili, hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur oftar.