Reykjavíkurborg og Betri samgöngur efndu í upphafi árs til alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands sem er ein sú stærsta sem ráðist hefur verið í hér á landi. Tilgangur samkeppninnar var að leita eftir vönduðum tillögum og teymi til að koma að þeirri vinnu sem framundan er við hönnun og skipulag hverfisins.
Keldnaland er 116 hektara landssvæði og er markmiðið að þar rísi spennandi nútímahverfi með að minnsta kosti 10 þús. íbúum og 5 þús. störfum, sem byggir á vistvænum samgöngum og stuðlar að kolefnishlutlausu borgarsamfélagi.
Dómnefnd tilkynnir niðurstöður og vinningsteymið kynnir tillögu sína á opnum viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. september. Sýning á þeim fimm tillögum sem komust á seinna þrepi samkeppninnar opnar á sama tíma og verður opin til 2. október.
Öll velkomin.