Um 250 manns sóttu málþing Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða þann 29. ágúst.
Frummælendur voru þau Maria Vassilakou og Brent Toderian. Maria var varaborgarstjóri í Vínarborg frá 2010 til 2019 og fór fyrir málaflokkum skipulags, samgangna, loftslags, orku og íbúalýðræðis. Brent Toderian, skipulagsfræðingur og borgarþróunarráðgjafi, hefur starfað að borgarþróun í yfir þrjá áratugi víða um heim og var m.a. skipulagstjóri í Vancouver frá 2006-2012.
Í erindi sínu fjallaði Maria m.a. um umbreytingarverkefni síðasta áratugar í Vínarborg og ræddi hvers vegna borgin er gjarnan á toppi lista yfir lífvænlegustu borgir heimsins. Brent fjallaði m.a. um nauðsyn þess að þétta byggð í borgum með vönduðum hætti, mikilvægi gróðurs í byggðu umhverfi og hvernig endurskipuleggja þarf samgöngur í borgum þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á umferð einkabíla í skipulagi.
Erindi Mariu
Erindi Brents