Fréttir

betri_samgongur_nasa-31

Upptökur frá málþingi um samgöngur og sjálfbært skipulag

Um 250 manns sóttu málþing Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða þann 29. ágúst.

 

Frummælendur voru þau Maria Vassilakou og Brent Toderian. Maria var varaborgarstjóri í Vínarborg frá 2010 til 2019 og fór fyrir málaflokkum skipulags, samgangna, loftslags, orku og íbúalýðræðis. Brent Toderian, skipulagsfræðingur og borgarþróunarráðgjafi, hefur starfað að borgarþróun í yfir þrjá áratugi víða um heim og var m.a. skipulagstjóri í Vancouver frá 2006-2012.

 

Í erindi sínu fjallaði Maria m.a. um umbreytingarverkefni síðasta áratugar í Vínarborg og ræddi hvers vegna borgin er gjarnan á toppi lista yfir lífvænlegustu borgir heimsins. Brent fjallaði m.a. um nauðsyn þess að þétta byggð í borgum með vönduðum hætti, mikilvægi gróðurs í byggðu umhverfi og hvernig endurskipuleggja þarf samgöngur í borgum þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á umferð einkabíla í skipulagi.

 

Erindi Mariu

Erindi Brents