Verksjá.is


 
Verksjá.is er ný upplýsingagátt þar sem finna má upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Yfirlitskort, staða framkvæmda, umfang, áætluð verklok, myndefni og ýmiss annar fróðleikur. Í uppfærðum Samgöngusáttmála er megin áhersla lögð á styttri ferðatíma, minni tafir og aukið umferðaröryggi. Uppbygging stofnvega og stórbættar almenningssamgöngur, auk fjölgunar hjóla- og göngustíga eru lykilþættir í að tryggja betri samgöngur.