Framkvæmdir hafnar fyrir Fossvogsbrú

Framkvæmdir hafnar fyrir Fossvogsbrú

Framkvæmdir vegna Fossvogsbrúar, sem er fyrsta stóra verkefnið í tengslum við Borgarlínuna, hófust formlega í dag. Nýr samgönguráðherra, Eyjólfur Ármannsson, tók fyrstu skóflustunguna að framkvæmdinni, ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna, Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra Reykjavíkur og Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, á Kársnesi í Kópavogi. Verkefnið er hluti af Samgöngusáttmálanum en Vegagerðin…

Framkvæmdir hefjast vegna Fossvogsbrúar á næstu dögum

Framkvæmdir hefjast vegna Fossvogsbrúar á næstu dögum

Verksamningur vegna landfyllinga og sjóvarna tengdum byggingu brúar yfir Fossvog var undirritaður í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Guðgeir Freyr Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Gröfu og grjóts, skrifuðu undir samninginn í húsakynnum Vegagerðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næstu dögum en áætluð verklok eru 1. nóvember 2026.   Verkefnið er hluti af Samgöngusáttmálanum…

Mót ára og tíma

Mót ára og tíma

Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri skrifar: Á morgun, gamlársdag, eru fjögur ár síðan ég hitti Árna Mathiesen, þáverandi stjórnarformann nýstofnaðra Betri samgangna, og skrifaði undir ráðningarsamning sem fyrsti starfsmaður fyrirtækisins. Það eru því ekki bara áramót, heldur líka tímamót hjá mér. Á borðinu lá fyrir skýr stefna um hvað við ættum að gera samkvæmt Samgöngusáttmálanum, en mitt…

„Keldnaland býður upp á ný tækifæri“

„Keldnaland býður upp á ný tækifæri“

Áform um uppbyggingu að Keldum og Keldnaholti eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Keldnaland er 117 hektara landsvæði í Reykjavík sem lengi hefur staðið til að nýta til uppbyggingar en vinningstillögur í samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um skipulag þess voru kynntar í haust. Kristín Kalmansdóttir framkvæmdastjóri Keldna, Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði, segir að nýtt blandað íbúða-…

Fjögur tilboð í landfyllingar Fossvogsbrúar

Fjögur tilboð í landfyllingar Fossvogsbrúar

Vegagerðin hefur opnað tilboð sem bárust í landfyllingar og sjóvarnir vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínunnar og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist snemma á nýju ári en verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2026. Fjögur tilboð bárust frá Íslenskum aðalverktökum, Ístaki,…

Ný upplýsingagátt Samgöngusáttmálans

Ný upplýsingagátt Samgöngusáttmálans

Verksjá.is Kynntu þér framkvæmdir við stofnvegi, Borgarlínuna, göngu- og hjólastíga í nýrri verksjá Samgöngusáttmálans. Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hröð og kallar á margþætta uppbyggingu í samgöngum næstu áratugi. Í uppfærðum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er megin áhersla lögð á styttri ferðatíma, minni tafir og aukið umferðaröryggi. Uppbygging stofnvega og stórbættar almenningssamgöngur, auk fjölgunar hjóla- og göngustíga…

Skipulag og umhverfismat fyrir 1. lotu Borgarlínu til kynningar

Skipulag og umhverfismat fyrir 1. lotu Borgarlínu til kynningar

Reykjavíkurborg og Kópavogur hafa samþykkt að kynna tillögur að rammahluta aðalskipulags fyrir fyrstu lotu Borgarlínunnar sem er á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Þá hefur Vegagerðin samhliða lagt fram til kynningar umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við þessa fyrstu lotu. Skipulagsgögnin fjalla meðal annars um legu Borgarlínunnar, staðsetningu stöðva og umhverfisáhrif framkvæmda og reksturs…

Framkvæmdir að hefjast fyrir langþráða Fossvogsbrú

Framkvæmdir að hefjast fyrir langþráða Fossvogsbrú

Framtíðar tenging fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi   Fossvogsbrú er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu en um er að ræða 270 m langa brú sem verður allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík með afgerandi hætti. Tilkoma brúarinnar verður bylting fyrir þau sem kjósa vistvæna samgöngukosti á svæðinu, ásamt því að…

Jarðgöng undir Miklubraut betri kostur en stokkur

Jarðgöng undir Miklubraut betri kostur en stokkur

Jarðgöng eru hagkvæmari lausn fyrir Miklubraut en stokkur og mælt er með því að taka þau áfram á forhönnunarstig. Þetta er niðurstaða svokallaðrar frumdragaskýrslu sem er fyrsta stig hönnunar. Skoðað var hvort væri betra að setja Miklubraut í rúmlega 1,8 km langan stokk frá Snorrabraut að Kringlunni eða gera jarðgöng frá Snorrabraut austur fyrir Grensás…

Fjölbreyttar framkvæmdir samhliða vinnu við Arnarnesveg

Fjölbreyttar framkvæmdir samhliða vinnu við Arnarnesveg

Framkvæmdir við Arnarnesveg, sem hófust fyrir rúmu ári, ganga vel og í sumar var klárað að vinna grunnvinnu við nýja akbraut Breiðholtsbrautar og setja niður ný undirgöng austan Jafnasels. Í þessum 3. áfanga framkvæmda við Arnarnesveg er einnig verið að breikka Breiðsholtsbraut frá Jaðarseli að Elliðaám og leggja stofnlagnir hitaveitu meðfram Breiðholtsbraut frá Völvufelli að…