
Opinber útboð fyrir 264 milljarða fyrirhuguð á árinu
31/01/2025
Áætlað er að bjóða út verklegar framkvæmdir fyrir 264,2 milljarða króna á þessu ári fyrir opinbera aðila sem er næstum tvöfalt meira en áform síðasta árs. Þetta kom fram á Útboðsþingi SI og Mannvirkis sem haldið var í gær. Þrír verkkaupar, Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir og Nýr Landspítali, standa fyrir um 90% aukningarinnar. Áætluð úboð…








