Framkvæmdir vegna Arnarnesvegar hafnar

Framkvæmdir vegna Arnarnesvegar hafnar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustungu á gröfu að framkvæmdum vegna Arnarnesvegar á miðvikudaginn. Um er að ræða þriðja og síðasta áfanga vegarins, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Áætluð verklok eru haustið 2026.   Í verkinu felst lagning 1,9 km vegkafla frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, tvö hringtorg, tvenn undirgöng, tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi…

Verksamningur undirritaður um Arnarnesveg

Verksamningur undirritaður um Arnarnesveg

Verksamningur hefur verið undirritaður við Loftorku og Suðurverk vegna þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Um er að ræða nýbygginu vegar á um 1,9 km kafla, auk þess sem byggð verða brúarmannvirki og undirgöng. Undirbúningur hefst strax í þessari viku og búist er við að framkvæmdir hefjist um miðjan ágúst.   Markmiðið með framkvæmdinni er…

2,3 km af hjólastígum lagðir í sumar

2,3 km af hjólastígum lagðir í sumar

Um 2,3 km af hjólastígum, sem liggja um tvenn ný undirgöng, verða lagðir á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Framkvæmdirnar eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Stígarnir verða hluti af stofnhjólaleiðum höfuðborgarsvæðisins sem áhersla er lögð á að byggja upp.   Stígar og undirgöng sem verða tilbúin í sumar – Tvístefnu hjólastígur í Elliðaárdal í Reykjavík, sem nær frá…

Nýjar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár

Nýjar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár

Hönnun nýrra göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaár hefur verið kynnt. Meðal annars er um að ræða nýja göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Grænugróf í Víðidal sem fjármögnuð er af Samgöngusáttmálanum. Brýrnar eiga eftir að setja skemmtilegan svip á dalinn og auka notagildi hans.   Brúin verður breið, 6,5 metrar, en á hana setja 10…

Fimm tillögur áfram í samkeppni um Keldnaland

Fimm tillögur áfram í samkeppni um Keldnaland

Fimm tillögur voru valdar áfram í seinna þrep í alþjóðlegri samkeppni um þróun Keldnalands. Fjölþjóðleg dómnefnd samkeppninnar hittist í Reykjavík dagana 8. – 10. maí og fór yfir þær 36 tillögur, sem bárust í fyrra þrep. Það eru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur sem standa fyrir samkeppninni.   Að mati loknu ákvað dómnefnd að bjóða fimm…

Færanleg göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut

Færanleg göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut

Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Hún mun bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og að innra rými verði aðlaðandi. Einnig verður góð lýsing í og við brúna.   Framtíðarlausnin er að Sæbraut verði sett í…

Frumdrög Borgarlínunnar um Hamraborg boðin út

Frumdrög Borgarlínunnar um Hamraborg boðin út

Vinna við frumdrög Borgarlínunnar um Hamraborg eftir Hafnarfjarðarvegi hafa verið boðin út. Verkefnið felur í sér að útfæra legu Borgarlínunnar og stöðva, gera tillögu að leiðum fyrir gangandi vegfarendur og gera drög að kostnaðaráætlun.   Hamraborg er mikilvæg samgöngumiðstöð, sem tengir alla ferðamáta og verður tengipunktur í leiðaneti Borgarlínunnar og Strætó. Hamraborg tengir einnig þrjár…

Lægsta boð 720 milljónum undir áætlun

Lægsta boð 720 milljónum undir áætlun

Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við Arnarnesveg í gær. Lægsta boð hljóðaði upp á um 5,4 milljarða og var því um 720 milljónum lægra en áætlun gerði ráð fyrir sem var 6,2 milljarðar. Verkið felst í gerð lokaáfanga Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun…

36 tillögur bárust um Keldnaland

36 tillögur bárust um Keldnaland

Þrjátíu og sex tillögur bárust í alþjóðlega þróunarsamkeppni um Keldnaland áður en skilafrestur rann út 19. apríl. Dómnefnd metur nú tillögurnar og velur allt að fimm sem verða þróaðar áfram á öðru þrepi. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg standa saman að samkeppninni.   Niðurstöður dómnefndarinnar um þær tillögur, sem keppa á öðru þrepi mun liggja fyrir…

Ásthildur og Páll ný í stjórn Betri samgangna

Ásthildur og Páll ný í stjórn Betri samgangna

Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogs, og Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), voru kjörin í stjórn Betri samgangna ohf. á aðalfundi sem fram fór á miðvikudaginn. Fyrir eru í stjórn Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra sem verður áfram stjórnarformaður, Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur sem verður varastjórnarformaður, Eyjólfur Árni Rafnsson,…