Þórey G. Guðmundsdóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Atli Björn Levy.

Liðsauki til framkvæmda

Betri samgöngur fá liðstyrk í kjölfar uppfærslu á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og tilfærslu verkefna.   Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, bjóða velkomna til starfa þrjá sérfræðinga á sviði fjármála, samgönguverkfræði og samskipta. Ráðningarnar eru gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni voru verkefni…

Nýr stígur í Suður­hlíð­um opnaður

Nýr stígur í Suður­hlíð­um opnaður

Nýr göngu- og hjólastígur um Suðurhlíðar í Reykjavíkur var formlega opnaður í dag að viðstöddum nemendum úr 6.bekk í Fossvogsskóla. Opnunin er hluti af samgönguviku sem nú stendur yfir. Með því að leggja áherslu á hjólreiðar sem raunhæfan samgöngumáta er stuðlað að bættri heilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins, auk þess að létta á umferð bíla og draga…

Verkefnastjórnsýsla Samgöngusáttmálans

Verkefnastjórnsýsla Samgöngusáttmálans

Betri samgöngur gerðu rammasamning við Vegagerðina árið 2021 þar sem Vegagerðinni var fyrir hönd fyrirtækisins falin umsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefna Samgöngusáttmálans. Samningurinn var byggður á lögum um fyrirtækið og samþykktum þess. Í samningnum er kveðið á um að Betri samgöngur fari með yfirumsjón og eigendaeftirlit með uppbyggingu verkefna sáttmálans gagnvart Vegagerðinni, en að…

Skipulagsvinna í Keldnalandi í fullum gangi

Skipulagsvinna í Keldnalandi í fullum gangi

Einstakt tækifæri gefst til að efla byggð í austurhluta Reykjavíkur og styrkja sjálfbæra borgarþróun á höfuðborgarsvæðinu öllu með uppbyggingu í landi Keldna og á Keldnaholti. Eitt skref til viðbótar í átt að uppbyggingu á nýju og vel tengdu hverfi í Keldnalandi átti sér stað í borgarráði Reykjavíkur fyrir helgi þegar verklýsing aðalskipulagsbreytingar var afgreidd.  …

Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag  um uppfærðan samgöngusáttmála

Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála

– Aukin lífsgæði, greiðari umferð og minni ferðatími í öllum samgöngumátum – Verulegur samfélagslegur ábati og aukið umferðaröryggi – Almenningssamgöngur stórefldar með auknum stuðningi ríkisins   Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður…

Góður gangur í fram­kvæmd­um við Arnar­nesveg

Góður gangur í fram­kvæmd­um við Arnar­nesveg

Framkvæmdum við Arnarnesveg, milli Breiðholtsbrautar og Rjúpnavegar, miðar vel. Unnið er að nýrri aksturs- og göngubrú yfir Breiðholtsbraut, nýjum undirgöngum undir Breiðholtsbraut til móts við Völvufell, vegagerð og göngu- og hjólastígum í Elliðaárdal, auk fleiri verkefna.   Framkvæmdir við Arnarnesveg hófust í byrjun september 2023. Fyrstu verkþættir fólust í undirbúningi fyrir breikkun Breiðholtsbrautar og jarðvinna…

Vörður á veginum fram­undan

Vörður á veginum fram­undan

Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar…

Ragnhildur Hjaltadóttir nýr stjórnarformaður

Ragnhildur Hjaltadóttir nýr stjórnarformaður

Ragnhildur Hjaltadóttir, fyrrum ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu, er nýr stjórnarformaður Betri samgangna. Hún tekur við af Árna M. Mathiesen fyrrum fjármálaráðherra sem verið hefur stjórnarformaður frá stofnun fyrirtækisins 2020. Að öðru leyti er stjórn óbreytt en hana skipa auk Ragnhildar, Ólöf Örvarsdóttir varaformaður, Ásthildur Helgadóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson. Þetta er…

Aðalfundur 2024

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Betri samgangna ohf. árið 2024, vegna starfsársins 2023, verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2024, kl. 16:30, í VOX Club á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.   Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 12. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum…

Framkvæmdir hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Dimmu

Framkvæmdir hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Dimmu

Framkvæmdir við nýja göngu- og hjólabrú yfir Dimmu, sem er hluti Elliðaáa í Víðidal, hófust í febrúar. Nýja brúin verður mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið um þessa náttúruperlu. Samhliða brúarsmíðinni verða byggðir upp nýir og endurbættir göngu- og hjólastígar sem munu liggja að nýju stígakerfi við Grænugróf í Elliðaárdal og…