Aðalfundur 2023

Aðalfundur 2023

Aðalfundur Betri samgangna ohf. árið 2023, vegna starfsársins 2022, verður haldinn miðvikudaginn 19. apríl 2023, kl. 16:00, á Vox Club á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.   Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 12. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum…

Fundur um gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar

Fundur um gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar

Kynningarfundur um gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, og útfærslu á Borgarlínunni milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka, verður haldinn 29. mars kl. 17:00 í Borgartúni 14, 7. hæð. Framkvæmdirnar eru hluti af Samgöngusáttmálanum og tilgangur þeirra er að efla samgöngur allra ferðamáta, minnka umferðartafir á háannatíma og auka umferðaröryggi.   Á fundinum verður framkvæmdin og áherslur komandi umhverfismats…

Arnarnesvegur boðinn út

Arnarnesvegur boðinn út

Þriðji áfangi Arnarnesvegar milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar hefur verið boðinn út. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist sumarið 2023 og áætlað er að verkinu ljúki haustið 2026. Markmiðið með framkvæmdinni er að auka umferðaröryggi vegfarenda og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg. Í Kópavogi,…

Uppfærsla Samgöngusáttmálans hafin

Uppfærsla Samgöngusáttmálans hafin

Ríkið sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðisins hafa ákveðið að hefja undirbúning að því að uppfæra Samgöngusáttmálann og gera viðauka við hann. Betri samgöngum hefur verið falið að uppfæra framkvæmdatöflu sáttmálans, þ.m.t. tíma- og kostnaðaráætlanir. Einnig að meta áhrif stofnvega- og Borgarlínuinnviða m.t.t. markmiða um greiðar samgöngur, fjölbreytta ferðamáta, kolefnishlutlaust samfélag og umferðaröryggi. Á þeim grunni verði sett…

Sátt­máli slítur barns­skónum

Sátt­máli slítur barns­skónum

Í ár eru fjögur ár síðan ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára. Það var mikilvægt skref fyrir þessa aðila til að setja fram sameiginlega langtímasýn og fjármagna nauðsynlega fjárfestingu í samgönguinnviðum. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við haft í Noregi og Svíþjóð um langa hríð við góðan árangur….

Samkeppni um þróun Keldnalands hafin

Samkeppni um þróun Keldnalands hafin

Reykjavíkurborg og Betri samgöngur efna til alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands sem hefst í dag. Tilgangur samkeppninnar er að leita eftir vönduðum tillögum og þverfaglegu teymi til að koma að þeirri vinnu sem framundan er við gerð þróunaráætlunar svæðisins. Keldnaland er 116 hektara landssvæði og er markmiðið að þar rísi spennandi nútímahverfi, sem byggir á…

Ný leið við þróun byggðar í Keldnalandi

Ný leið við þróun byggðar í Keldnalandi

Búið er að skipa dómnefnd í opinni alþjóðlegri samkeppni um þróun Keldnalands, sem Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. standa í sameiningu að. Í dómnefndinni eru meðal annars Brent Toderian og Maria Vassilakou en þau hafa sett sitt mark á Vancouver og Vínarborg, sem eru iðulega tilnefndar í hópi lífvænlegustu borga í heimi. Samkeppnin er ein…

Borgarlínan mun hafa margvísleg jákvæð áhrif

Borgarlínan mun hafa margvísleg jákvæð áhrif

Aukin notkun á almenningssamgöngum og virkum ferðamáta, sem gera má ráð fyrir með tilkomu Borgarlínunnar, hefur jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu og fækkar ótímabærum dauðsföllum. Þá er líklegt að Borgarlínan bæti aðgengi að ýmsum áfangastöðum og þjónustu og auki félagslega samheldni og jöfnuð. Góðar og aðgengilegar almenningssamgöngur geta komið í veg fyrir…

Kaupsamningur undirritaður fyrir Keldnaland

Kaupsamningur undirritaður fyrir Keldnaland

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.   Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri…

Þriðja stofnvegaverkefninu lokið

Þriðja stofnvegaverkefninu lokið

Vígðir voru tveir áfangar af nýjum og endurbættum Vesturlandsvegi í gær. Verkið gekk mjög vel. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust í lok maí 2020 og lauk í desember það sama ár. Seinni áfangi fór af stað í febrúar á þessu ári og lauk formlega við opnunina þann 8. desember. Í fyrri áfanga, sem náði frá…