Fjármögnun

Framlög hluthafa

Ríkið leggur fyrirtækinu til 2,8 milljarða króna á ári í beinum framlögum af samgönguáætlun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu 1,4 milljarða, sem skiptist eftir íbúafjölda þeirra. Önnur fjármögnun ríkisins frá árinu 2025 til 2029 eru 4 milljarðar á ári og aukin bein framlög sveitarfélaga frá árinu 2025 eru 555 milljónir á ári, fram til árins 2040.

Keldnalandið

Betri samgöngur er eigandi Keldnalands og rennur ágóðinn af þróun þess til fjárfestinga fyrirtækisins. Vinna við þróun skipulags landsins er hafin í samstarfi við Reykjavíkurborg. Nánari upplýsingar má finna hér.

Flýti- og umferðargjöld

Gjaldtaka í samgöngum er að breytast með breyttum orkugjöfum bifreiða og aukinni þekkingu á ytri kostnaði samgangna. Unnið er að heildstæðri endurskoðun á gjaldtöku af ökutækjum og umferð, undirbúningi gjaldtöku til fjármögnunar á einstökum þáttum samgönguinnviða ásamt greiningum á svæðisbundinni gjaldtöku eins og flýti- og umferðargjöldum.
Í uppfærðum Samgöngusáttmála er gert ráð fyrir að flýti- og umferðargjöld, eða aðrar fjármögnunarleiðir ríkisins, skili alls um 143 ma.kr. frá árinu 2030 til 2040 og að gjaldtakan geti staðið undir skuldbindingum sem eftir kunna að standa við árslok 2040.
Nánari upplýsingar má finna hér.

Lántökur

Fyrirtækið hefur heimildir til lántöku til að tryggja viðunandi sjóðstreymi og jafna út misræmi á milli fjárfestinga annars vegar og tekna hins vegar eftir árum.