Fjármögnun
Framlög hluthafa
Ríkið leggur fyrirtækinu til tvo milljarða króna á ári og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu einn milljarð, sem skiptist eftir íbúafjölda þeirra. Alls eru þetta 45 milljarðar á tímabilinu.
Keldnalandið
Betri samgöngur er eigandi Keldnalands og rennur ágóðinn af þróun þess til fjárfestinga fyrirtækisins. Vinna við þróun skipulags landsins er hafin í samstarfi við Reykjavíkurborg. Nánari upplýsingar má finna hér.
Flýti- og umferðargjöld
Vegakerfið á Íslandi hefur verið fjármagnað með bensín- og olíugjöldum. Hlutfall vistvænna ökutækja eykst hratt og segja spár að strax árið 2025 hafi tekjur af bensín- og olíugjöldum lækkað verulega. Endurskoðun stendur nú yfir á tekjustofnum ríkisins vegna ökutækja og eldsneytis vegna orkuskipta. Hluti þeirrar vinnu verður að breyta gjaldtöku með þeim hætti að í ríkari mæli verði treyst á gjöld af umferð í stað bensín- og olíugjalda. Í Samgöngusáttmálanum er gert ráð fyrir að fyrirtækið geti innheimt svonefnd flýti- og umferðargjöld sem yrðu liður í breyttri gjaldtöku ríkisins. Áætlað er að það skili fyrirtækinu 60 milljörðum á tímabilinu. Nánari upplýsingar má finna hér.
Lántökur
Fyrirtækið hefur heimildir til lántöku til að tryggja viðunandi sjóðstreymi og jafna út misræmi á milli fjárfestinga annars vegar og tekna hins vegar eftir árum.