Betri samgöngur

Ríkið, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær undirrituðu sáttmála um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu 26. september 2019. Ákveðið var að framkvæmdirnar yrðu í höndum fyrirtækis sem yrði stofnað í kringum þær.

Ríkið og sveitarfélögin leggja til þrjá milljarða á ári og fyrirtækinu er ætlað að fjármagna það sem eftir stendur. Annars vegar með þróun Keldnalandsins, sem ríkið leggur fyrirtækinu til, og hins vegar með innheimtu flýti- og umferðargjalda, verði ákveðið að leggja þau á.

Hinn 29. júní sl. voru lög nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. Með þeim fékk fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að stofna fyrirtækið. Betri samgöngur ohf. var stofnað 2. október það ár.

Ráðist var í uppfærslu sáttmálans árið 2023 vegna aukins umfangs og mikilla almennra kostnaðarhækkana. Að fenginni reynslu voru kostnaðaráætlanir endurskoðaðar og gildistími sáttmálans lengdur til ársins 2040 til að tryggja raunhæfan tímaramma fyrir undirbúning og fjármögnun. Kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðinss sem var undirritaður 21.ágúst 2024 er styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega.
 
Skipurit Betri samgangna

Samþykktir

Starfsreglur stjórnar

Ársreikningur 2020

Ársreikningur 2021

Ársreikningur 2022

Ársreikningur 2023

Hluthafar

 

Ríkissjóður

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu

Stjórn

betri_samgongur_ragnhildur_1a

Ragnhildur Hjaltadóttir – formaður

Störf

  • Ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu og forverum þess 2003-2023
  • Samgönguráðuneytið 1983-2003
  • Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1982-1983

Menntun

  • Framhaldsnám í alþjóðarétti við Institut Internationale de Hautes Études 1981
  • Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1979
betri_samgongur_starfsfolk_portret_d_print-1_2

Ólöf Örvarsdóttir – varaformaður

Störf

  • Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá 2012
  • Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar 2008-2012
  • Aðstoðarskipulagsstjóri 2007-2008
  • Störf á teiknistofu og verkefnisstjóri hjá borgarskipulagi 1995-2007

Menntun

  • Stjórnendanám við Bloomberg Harvard City Leadership Initiative 2018-2019.
  • Meistarapróf frá Arkitekthögskolen í Osló 1995
betri_samgongur_asthildur_cut_a

Ásthildur Helgadóttir

Störf

  • Sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogs frá 2021
  • Staðarstjóri hjá GG Verk 2019-2021
  • Staðarstjóri hjá Munck 2018-2019
  • Verkfræðingur hjá Peab AB 2017-2018
  • Verkfræðingur hjá NIMAB AB 2016-2017
  • Verkfræðingur hjá NCC Construction AB 2010-2016
  • Sérfræðingur í eignastýringu hjá Landsbankanum 2008-2010
  • Formaður íþróttanefndar ríkisins 2007-2010
  • Bæjarfulltrúi í Kópavogi 2006-2009
  • Formaður íþrótta- og tómstundanefndar Kópavogs 2006-2009
  • Atvinnumaður í knattspyrnu í Malmö 2003-2007
  • Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu 2001-2007

Menntun

  • Meistaragráða í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Lundi 2006
  • B.E. gráða í verkfræði frá Vanderbilt háskólanum 2001
betri_samgongur_starfsfolk_portret_i_print-1_2

Eyjólfur Árni Rafnsson

Störf

  • Formaður Samtaka atvinnulífsins frá 2017
  • Ráðgjöf og stjórnarseta frá 2016
  • Forstjóri Mannvits og forvera þess 2003-2015

Menntun

  • Doktorspróf í byggingaverkfræði frá háskólanum í Missouri 1991
  • Meistarpróf í byggingaverkfræði frá háskólanum í Missouri 1988
  • BSc próf í byggingartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands (nú Háskólinn í Reykjavík) 1984
betri_samgongur_starfsfolk_portret_h_print-1_2

Guðrún Ögmundsdóttir

Störf

  • Skrifstofustjóri á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2019
  • Sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 2011-2019
  • Ráðgjafi hjá Capacent 2011
  • Fjárfestatengill hjá Landic Property 2007-2010
  • Sérfræðingur hjá Kaupþingi banka 2006-2007
  • Hagfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins 2002-2005

Menntun

  • Meistarapróf í fjármálum frá Cass Business School í London 2006
  • Hagfræðingur frá Háskóla Íslands 2002
betri_samgongur_pall_cut_a

Páll Björgvin Guðmundsson

Störf

  • Framkvæmdastjóri SSH frá 2019
  • Sjálfstætt starfandi 2018-2019
  • Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar 2010-2018
  • Útibússtjóri hjá Íslandsbanka 2008-2010
  • Fjármálastjóri Fjarðarbyggðar 2004-2008
  • Forstöðumaður og sérfræðingur hjá Landsbankanum 1997-2003

Menntun

  • MBA frá Stirling háskóla 2004
  • B.Sc. í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands 1998
  • Iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands 1997

Starfsfólk

betri_samgongur_portret_Atli Björn

Atli Björn Levy – forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu

atli@betrisamgongur.is

Störf

  • Verkefnastjóri fjárfestingaverkefni á verkefnastofu Orku Náttúrunnar 2023-2024
  • Verkefnastjóri á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar 2020-2023
  • Verkefnastjóri á verkfræðideild Keflavíkurflugvallar hjá Isavia 2015-2020
  • Verkefnastjóri og verkfræðingur á flugvalla- og mannvirkjasviði innanlandsflugvalla hjá Isavia 2013-2015
  • Verkfræðingur (samgöngur og umhverfi, byggðatækni og gatnahönnun) hjá Verkís 2004-2013
  • Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen (samgöngur) 2003
  • Mannvirkjadeild VSÓ ráðgjöf 2002

Menntun

  • Meistarapróf í samgönguverkfræði frá University of Washington 2007
  • BSc próf í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2003
betri_samgongur_starfsfolk_portret_a_print-2_2

Davíð Þorláksson – framkvæmdastjóri

david@betrisamgongur.is

Störf

  • Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins 2017-2021
  • Framkvæmdastjóri Lindarvatns og Hljómalindarreits 2015-2017
  • Yfirlögfræðingur Icelandair Group 2009-2017
  • Yfirlögfræðingur Askar Capital 2007-2009
  • Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2005-2007

Menntun

  • Löggiltur verðbréfamiðlari 2017
  • MBA frá London Business School 2016
  • Héraðsdómslögmannsréttindi 2009
  • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2006
betri_samgongur_portret_Rakel2

Rakel Þorbergsdóttir – samskiptastjóri

rakel@betrisamgongur.is

Störf

  • Samskiptaráðgjafi hjá NATO Force Integration Unit Lithuania 2022-2024 (Utanríkisráðuneytið)
  • Sjálfstætt starfandi 2022
  • Fréttastjóri RÚV
    2014-2022
  • Fréttamaður, vaktstjóri og þáttastjórnandi hjá RÚV 1999-2014
  • Blaðamaður á Morgunblaðinu 1997-1998.

Menntun

  • Meistarapróf í ljósvakafjölmiðlun frá Emerson College í Boston, Massachusetts 1999
  • Diplómanám í Hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands 1996-1997
  • BA-gráða í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1996
betri_samgongur_starfsfolk_portret

Þorsteinn R. Hermannsson – aðstoðarframkvæmdastjóri

thorsteinn@betrisamgongur.is

Störf

  • Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016-2021
  • Fagstjóri samgangna hjá Mannviti hf. 2012-2016
  • Verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2010-2012
  • Sviðsstjóri umferðar- og skipulagssvið hjá Mannviti hf. 2008 – 2012
  • Samgönguverkfræðingur á samgöngusviði hjá Hönnun hf. 2005 – 2007.

Menntun

  • Meistarapróf í byggingarverkfræði með sérhæfingu í samgönguverkfræði frá University of Washington 2005
  • BSc próf í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2001
betri_samgongur_portret_Þórey G.

Þórey G. Guðmundsdóttir – fjármálastjóri

thorey@betrisamgongur.is

Störf

  • Fjármálastjóri hjá VAXA (Feel Good ehf.) 2022-2024
  • Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins hf 2013-2022
  • Sat í bygginganefnd Bláa lónsins og yfirmaður fasteignasviðs 2015-2018
  • Forstöðumaður hagdeildar Samskipa 2011-2013
  • Forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka 2004-2011
  • Sérfræðingur í reikningshalds- og áætlanagerð hjá Glitni (Íslandsbanka) 2000-2003
  • Aðstoðarmaður rekstrar- og fjármálastjóra hjá Rekstrarskrifstofa Alþingis 1999-2000
  • Starfsmaður á endurskoðunarsviði KPMG Endurskoðun hf 1995-1999

Menntun

  • Viðskiptafræðingur, cand. oecon. próf frá Háskóla Íslands 1995
betri_samgongur_starfsfolk_portret_e_print-1_2

Þröstur Guðmundsson – forstöðumaður verkefna og áætlana

throstur@betrisamgongur.is

Störf

  • Ráðgjöf tengd verkefnastjórnun 2016-2021
  • Kennsla við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík frá 2011, aðjúnkt frá 2017
  • Framkvæmdastjórn og verkefnastjórnun hjá HRV 2007-2016
  • Hluthafi og verkefnastjórnun hjá Verkís (áður VST) 2000-2011
  • Verkefnastjórnun hjá Alusuisse Technology & Management 1996-1999

Menntun

  • Doktorspróf í verkfræði frá Háskólanum í Nottingham 1996
  • Vottaður verkefnastjóri (IPMA Level B: Certified Senior Project Manager)
  • Meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2018
  • Meistarapróf í verkfræði frá Colorado háskóla 1992
  • Lokapróf í verkfræði frá Háskóla Íslands 1989