Tölum um sam­göngu­kostnað

Tölum um sam­göngu­kostnað

Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði…

Keldur og Keldnaholt  – vel tengt framtíðarhverfi

Keldur og Keldnaholt – vel tengt framtíðarhverfi

Betri samgöngum var falið að annast þróun og sölu ríkislands að Keldum með samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019. Allur ábati ríkisins af þróun og sölu landsins mun renna óskertur til uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum var ákveðið að flýta uppbyggingu framtíðarhverfis að Keldum sem og framkvæmdum við Borgarlínu sem fara á…

Nýr samgöngustígur vígður

Nýr samgöngustígur vígður

Nýr samgöngustígur var vígður í Mosfellsbæ í gær. Hann er hluti af hjólastígum Samgöngusáttmálans sem fjármagnaðir eru af Betri samgöngum. Stígurinn liggur í gegnum Ævintýragarðinn frá íþróttasvæðinu við Varmá að nýja hverfinu í Leirvogstungu. Hann er tæplega 1,7 km langur og 5 m breiður. Annars vegar eru tvístefnu hjólareinar og hins vegar hefðbundinn göngustígur. Hluti…

Tímalína Borgarlínunnar aðlöguð að breyttum aðstæðum

Tímalína Borgarlínunnar aðlöguð að breyttum aðstæðum

Í haust hefjast fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú en gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Undanfarið hafa tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínunnar verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Nokkur veigamikil atriði hafa áhrif þar á. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf…

Bíðum ekki eftir framtíðinni

Bíðum ekki eftir framtíðinni

Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á…

Samstarf um uppbyggingu Keldnalands og Keldnaholts og flýtingu tveggja Borgarlínuleiða

Samstarf um uppbyggingu Keldnalands og Keldnaholts og flýtingu tveggja Borgarlínuleiða

Betri samgöngur og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf vegna þróunar og uppbyggingar Keldnalands og Keldnaholts og flýtingu uppbyggingar innviða tveggja Borgarlínuleiða.   Viljayfirlýsingin tekur til samstarfs um þrjá þætti: – Að efna til samkeppni um þróun Keldnalands og Keldnaholts.- – Að flýta uppbyggingu innviða tveggja Borgarlínuleiða, annars vegar frá Krossamýrartorgi að Keldnaholti og…

Niðurstöður aðalfundar

Niðurstöður aðalfundar

Aðalfundur Betri samgangna var haldinn á Hilton Reykjavík Noridca hótelinu 28. apríl. Hér má nálgast gögn fundarins.   Dagskrá og tillögur Skýrsla stjórnar Ársreikningur Starfskjarastefna Fundargerð

Aðalfundur 2022

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Betri samganga ohf. árið 2022, vegna starfsársins 2021, verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2022, kl. 15:00, á Vox Club á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.   Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 12. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum…

Sam­göngu- og þróunar­ásar höfuð­borgar­svæðisins

Sam­göngu- og þróunar­ásar höfuð­borgar­svæðisins

Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama…

Fólk er ekki frakt

Fólk er ekki frakt

Öðru hverju kviknar umræða um það hvort rétt væri að gefa frítt í Strætó í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum, eins og Borgarlínunni. Það er talsvert mikill munur á kostnaði við að reka einkabíl og að nota almenningssamgöngur. Árskort í Strætó kostar aðeins 80.000 krónur, enn minna fyrir börn, ungmenni, aldrað fólk og öryrkja….